Spegillinn mánudaginn 7. september 2020
Umsjón: Kristján Sigurjónsson
Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon
Þremur af hverjum fjórum áætlunarferðum Icelandair hefur verið frestað það sem af er þessum mánuði. Erlend flugfélög hafa flogið 96 prósent sinna ferða.
Icelandair ehf. fékk rúmlega þriðjung heildarstuðnings stjórnvalda til fyrirtækja vegna hluta launakostnaðar í uppsagnarfresti í maí, júní og júlí.
Þýsk stjórnvöld hafa gefið í skyn að mögulega verði hætt við gasleiðsluna Nord Stream 2 (tvö) til að refsa Rússum fyrir að Alexei Navalny var byrlað eitur. Navalny er kominn til meðvitundar eftir að hafa verið haldið sofandi á sjúkrahúsi í Berlín.
Það er aðgerðum innanlands og á landamærum að þakka að stjórnvöld hafa náð tökum á kórónuveirufaraldrinum, segir sóttvarnalæknir
Áhersla var lögð á atvinnumál, félagsmál og námsúrræði á fundi sveitarstjórnarmanna í Reykjanesbæ með félags- og barnamálaráðherra í dag.
Lengri umfjallanir:
Ítrekað hefur komið fram á þessu ári að mörg hjúkrunarheimili sem rekin eru af sjálfseignarstofnunum og sveitarfélögum eigi í miklum rekstrarerfiðleikum og að dagjöld Sjúkratrygginga ríkisins dugi hvergi til að ná endum saman. Akueyrarbær hefur þegar sagt upp samningi sínum við ríkið um rekstur hjúkrunarheimila í bænum. Heilbrigðisstofnun Norðurlands, sem er ríkisstofnun, tekur við rekstrinum um áramót. Nokkur önnur sveitarfélög íhuga að gera slíkt hið sama verði ekki breyting á rekstrarforsendum. Til að ræða stöðu hjúkrunarheimilanna er hingað komin Eybjörg Hauksdóttir framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu og í síma er Ásgerður Gylfadóttir formaður bæjarráðs Hornafjarðar. Hún situr í stjórn Sambands ísl. Sveitarfélaga og er fyrsti varaþingmaður Framsóknar á Suðurlandi. Þá vinnur Ásgerður sem hjúkrunarfræðingur á Skjólgarði sem er hjúkrunarheimili í Hornafirði. Kristján Sigurjónsson ræðir viið þær.
Kjarasamningar eru lausir hjá starfsmönnum álveranna þriggja sem rekin eru hér á landi. Öll verkalýðsfélög álvers Norðuráls á Grundartanga hafa boðað verkföll frá 1. desember. Vilhjálmur Birgisson Formaður Verkalýðsfélags Akraness segir að deilan á Grundartanga sé stál í stál. Arnar Páll Hauksson talaði við hann