Spegillinn

Spegillinn 8. janúar 2021


Listen Later

Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon
Tveggja vikna skyldusóttkví í farsóttarhúsi vilji fólk ekki í skimun þegar það kemur til landsins er neyðarúræði, sem sóttvarnalæknir vill grípa til svo faraldurinn blossi ekki upp að nýju.
Forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings hefur rætt við æðstu yfirmenn Bandaríkjahers um leiðir til að takmarka möguleika Donalds Trump, Bandaríkjaforseta, til að fyrirskipa beitingu kjarnorkuvopna. Forseti deildarinnar kveðst reiðubúin að hefja kæruferli á hendur forsetanum.
Lyfjastofnun Evrópu hefur samþykkt að skilgreina sex skammta af bóluefni Pfizer og BioNTech í hverju glasi í stað fimm áður. Búnaðurinn sem til er hér á landi dugar þó aðeins til að ná fimm skömmtum úr glasinu.
Skimunaraldur fyrir krabbameinum í brjóstum hefur hækkað og lengra líður á milli leghálsskimana eftir að opinberar stofnanir tóku við þeim af Krabbameinsfélaginu. Formaður skimunarráðs segir þjónustuna þó ekki skerta.
Varað er við fárviðri á austanverðu landinu á morgun, stormi, roki, jafnvel ofsaveðri og stórhríð norðaustantil.
----
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna hefur látið fara mikið fyrir sér á samfélagsmiðlum í gegnum tíðina og sérstaklega á Twitter. Í vikunni var honum úthýst þaðan í tólf tíma eftir óeirðirnar í Washington og þrír póstum sem stjórnendur miðilsins töldu fela í sér hvatningu til ofbeldis eytt. Þá hefur aðgangi hans að Facebook og fleiri miðlum verið lokað fram yfir forsetaskipti. Sitt sýnist hverjum um það hverjir ákveða og mörk tjáningarfrelsis og hvar þau liggja. Anna Kristín Jónsdóttir ræðir við Elvu Ýr Gylfadóttur, framkvæmdastjóra Fjölmiðlanefndar.
Ekki ferðast að óþörfu. Ekki fara í verslunarleiðangra. Og ekki hitta fleiri en nauðsynlegt er - helst bara þá sem þú býrð með.Þannig hljómuðu ráðleggingar sænskra yfirvalda fyrir jólin. Og Svíar eru þekktir fyrir að fara eftir reglum og fyrirmælum. Eða hvað? Kári Gylfason segir frá.
Í byrjun desember var Bretland fyrsta Evrópulandið til að taka upp bólusetningu gegn Covid-19 veirunni. Enn sem komið er gengur þó hægt að koma bóluefni í gagnið. Bretland er nú verst stadda Evrópulandið í Covid-efnum og í dag lýsti borgarstjóri höfuðborgarinnar yfir neyðarástandi á sjúkrahúsum borgarinnar. Sigrún Davíðsdóttir segir frá.
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

SpegillinnBy RÚV

  • 4.7
  • 4.7
  • 4.7
  • 4.7
  • 4.7

4.7

6 ratings


More shows like Spegillinn

View all
Vikulokin by RÚV

Vikulokin

6 Listeners

Í ljósi sögunnar by RÚV

Í ljósi sögunnar

476 Listeners

Dr. Football Podcast by Hjörvar Hafliðason

Dr. Football Podcast

146 Listeners

Steve Dagskrá by Steve Dagskrá

Steve Dagskrá

23 Listeners

Heimskviður by RÚV

Heimskviður

24 Listeners

Heimsglugginn by RÚV

Heimsglugginn

13 Listeners

70 Mínútur by Hugi Halldórsson

70 Mínútur

26 Listeners

Ein Pæling by Thorarinn Hjartarson

Ein Pæling

11 Listeners

Podcast með Sölva Tryggva by Sölvi Tryggvason

Podcast með Sölva Tryggva

73 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

26 Listeners

Chess After Dark by Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson

Chess After Dark

20 Listeners

Þetta helst by RÚV

Þetta helst

5 Listeners

Spursmál by Ritstjórn Morgunblaðsins

Spursmál

10 Listeners

Komið gott by Komið gott

Komið gott

31 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

6 Listeners