Spegillinn 8. Sept. 2021
Umsjón: Kristján Sigurjónsson
Tæknimaður mark Eldred
Hættustigi vegna Covid-19 á Landspítala var aflétt í dag. Forstjóri spítalans segir að spítalinn geti vel brugðist við þó eitthvað verði um sýkingar í samfélaginu áfram.
Skaftárhlaup er í rénun og virðist hafa náð hámarki. Þó gæti enn flætt yfir þjóðveginn í Eldhrauni.
Sæðisfrumur hjá karlmönnum verða nær alveg horfnar eftir rúm tuttugu ár ef fram heldur sem horfir. Þetta er vegna skaðlegra efna sem leynast víða í neysluvörum. Sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun segir að hægt sé að snúa þróuninni við með því að velja umhverfisvottaðar vörur.
Fjórar sýrlenskar fjölskyldur komu til landsins síðdegis í dag, fólkið er hluti af stærri hóp sýrlenskra kvótaflóttamanna sem áttu að koma til landsins í fyrra. Fólkið kom í gegnum Amsterdam frá Líbanon og lenti á Keflavíkurflugvelli síðdegis.
Tveir nefndarmenn peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands, Gunnar Jakobsson og Gylfi Zoëga, vildu hækka stýrivexti um 0,5 prósent í stað 0,25 eins og gert var á síðasta fundi nefndarinnar.
15 félagasamtök, þar á meðal Amnesty International og Reporters Without Borders, lýsa vanþóknun sinni á réttarhöldum yfir Julian Hessenthaler sem hófust í Austurríki í dag. Upplýsingar frá honum leiddu til þess að austurríska ríkisstjórnin sprakk haustið 2019.
Innflytjendamál eru jaðarmál í íslenskum stjórnmálum segir sérfræðingur í málaflokknum. Lítið beri á þeim fyrir kosningar
Og Ísland mætir Þýskalandi í undankeppni HM karla í fótbolta á Laugadalsvelli í kvöld.
Lengri umfjöllun:
Nýtt námsefni, Landneminn, samfélagsfræðsla fyrir fullorðna flóttamenn og/eða innflytjendur hér á landi verður tekið í gagnið á næstunni. Vinnumálastofnun hefur haft umsjón með íslenskukennslu og ráðgjöf í atvinnumálum fyrir innflytjendur, en fyrir tveimur árum fékk stofnunin það verkefni frá félagsmálaráðuneytinu að hafa umsjón með að vinna heildstætt samfélagsfræðsluefni fyrir sama hóp. Gerð námsefnis var boðin út og hefur Mímir símenntun unnið efnið. Víðtækt samráð var haft við fjölmarga eins og Rauða krossinn , Velferðarsvið Reykjavíkurborgar, Fjölmenningarsetur, ASÍ og fleiri. Miðað er við að kennsla efnisins taki 60 kennslustundir og er stefnt að því að nemendur fái kennsluna á sínu móðurmáli. Kennsluefnið er nú þegar aðgengilegt á sjö tungumálum. Hafliði Skúlason ráðgjafi flóttamanna hjá Vinnumálastofnun hefur haldið um þræðina í þessari vinnu síðastliðin tvö ár.
Kristján Sigurjónsson ræðir við hann.
Hvenær er í lagi að svíkja kosningaloforð? Þessi spurning heyrist ákaf