Spegillinn

Spegillinn 9. október 2019


Listen Later

Spegillinn 9. október 2019
Umsjón: Kristján Sigurjónsson
Tæknimaður: Markús Hjaltason
Innrás Tyrkja í Sýrland er hafin, en minnst tveir almennir borgarar hafa fallið í loftárásum á yfirráðasvæði Kúrda í dag. Yfirvöld í fjölda Evrópuríkja fordæma innrásina. Prófessor í málefnum Miðausturlanda segir árásina geta haft mjög alvarlegar afleiðingar fyrir Kúrda í Sýrlandi.
Verkefnaskortur blasir við verktökum á næstu mánuðum, að mati formanns Sambands iðnfélaga.
Samþykktar kröfur í ferðaskrifstofuna Gamanferðir, sem fór í þrot eftir fall WOW air, verða greiddar að fullu.
Breska þingið verður boðað til fundar um Brexit annan laugardag. Það verður í fyrsta skipti í nærri fjóra áratugi sem þing kemur saman á laugardegi.
Ferðaþjónustan og fasteignamarkaðurinn eru helstu áhættuþættirnir í íslensku efnahagslífi samkv. skýrslu Seðalabankans um fjármaálstöðugleika.
Undirbúningur nýja WOW flugfélagsins er á réttri leið - en á sumum póstum hafi verið ástæða til að staldra við. Þetta segir Gunnar Steinn Pálsson upplýsingafulltrúi WOW hér á landi. Þess vegna sé ekki allt á réttum hraða í undirbúningsferlinu.
Brýnt er að allir vinni að því að koma í veg fyrir alvarleg höfuðhögg í íþróttum, segir Gígja Gunnarsdóttir, verkefnastjóri hreyfingar hjá embætti landlæknis. Embættið hvetur til þess að slysaskráning verði bætt.
Ekki er marktækur munur á fylgi Samfylkingarinnar og Miðflokksins sem mælast næststærstir flokka á eftir Sjálfstæðisflokknum í nýrri könnun.
Lengri umfjallanir:
Tyrkir réðust inn á yfirráðasvæði Kúrda sunnan landamæra Tyrklands og Sýrlands í dag. Forystumenn Kúrda segja Tyrki hafa gert loftárásir á borgaraleg mannvirki og að mikill skelfing hafi gripið um sig meðal almennra borgara. Mannfall hafi orðið og þúsundir hafi þurft að flýja heimkynni sín. Óttast er að vígamenn íslamska ríkisins sem eru fangar Kúrda sleppi úr haldi og fái byr í seglin á ný. Þjóðverjar hafa þegar gagnrýnt Tyrki fyrir þá áhættu sem fylgir árásunum. Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, segist treysta á að Tyrkir muni halda aftur af sér þannig að þeir áfangar sem hafa náðst gegn vígamönnum íslamska ríkisins í Sýrlandi verði ekki að neinu. Hann hittir Erdogan Tyrklandsforseta á föstudag. Magnús Þorkell Bernharðsson prófessor í sögu Miðausturlanda við Williamsháskóla í Bandaríkjunum segir að afleiðingar innrásar Tyrkja a yrfirráðasvæði Kúrda í Norðaustur Sýrlandi geti haft mjög alvarlegar afleiðingar í för með sér. Spegillinn ræddi við Magnús fyrr í dag þegar árás Tyrkja var yfirvofandi. Kristján Sigurjónss
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

SpegillinnBy RÚV

  • 4.7
  • 4.7
  • 4.7
  • 4.7
  • 4.7

4.7

6 ratings


More shows like Spegillinn

View all
Vikulokin by RÚV

Vikulokin

8 Listeners

Í ljósi sögunnar by RÚV

Í ljósi sögunnar

462 Listeners

Dr. Football Podcast by Hjörvar Hafliðason

Dr. Football Podcast

145 Listeners

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars by Helgi Jean Claessen

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars

89 Listeners

Heimskviður by RÚV

Heimskviður

24 Listeners

Heimsglugginn by RÚV

Heimsglugginn

8 Listeners

70 Mínútur by Hugi Halldórsson

70 Mínútur

25 Listeners

Ein Pæling by Thorarinn Hjartarson

Ein Pæling

10 Listeners

Podcast með Sölva Tryggva by Sölvi Tryggvason

Podcast með Sölva Tryggva

77 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

30 Listeners

Chess After Dark by Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson

Chess After Dark

20 Listeners

Þetta helst by RÚV

Þetta helst

5 Listeners

Spursmál by Ritstjórn Morgunblaðsins

Spursmál

10 Listeners

Komið gott by Komið gott

Komið gott

25 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

7 Listeners