Spegillinn

Spegillinn 9. September


Listen Later

Velkomin að Speglinum. Umsjónarmaður er Arnar Páll Hauksson.
Tugmilljarða hlutafjárútboð Icelandair Group fer fram í næstu viku eftir að hluthafar samþykktu hlutafjáraukningu einróma í dag. Forstjóri félagsins segir alla átta sig á tækifærum Icelandair og mikilvægi þess fyrir íslenskt hagkerfi.
Mikill samdráttur í losun gróðurhúsalofttegunda þegar kórónuveirufaraldurinn reis hvað hæst breytir engu um horfur í loftslagsmálum samkvæmt nýrri skýrslu Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar. Skipulagðra aðgerða sé þörf.
Norskur þingmaður hefur tilnefnt Donald Trump til friðarverðlauna Nóbels fyrir þátt hans í að koma á sáttum milli stjórnvalda í Ísrael og Sameinuðu arabísku furstadæmunum.
Þróun bóluefnis við Covid-19 hefur gengið fádæma vel til þessa, segir Magnús Gottfreðsson prófessor í smitsjúkdómalækningum. Hann er enn bjartsýnn á að bóluefni verði tekið í notkun á fyrri hluta næsta árs.
Það varð uppi fótur og fit þegar bresk-sænska lyfjafyrirtækið AstraZeneca, sem vinnur að framleiðslu bóluefnis við COVID nítján, sagðist hafa gert hlé á tilraunum vegna veikinda eins sjálfboðaliðans. Miklar vonir hafa verið bundnar við þróun þessa bóluefnis. Magnús Gottfreðsson, prófessor í smitsjúkdómalækningum við Háskóla Íslands, segir að enn sé of lítið vitað um þessi veikindi sjálfboðaliðans, og hvort þau tengist bóluefninu, til að meta hvort þau setji raunverulegt strik í reikninginn. Sigríður Hagalín Björnsdóttir talaði við Magnús Gottferðsson.
Sænska ríkisstjórnin hefur tilkynnt að framlög til heilbrigðismála verði aukin um tugi milljarða, enda mikið álag á heilbrigðiskerfi landsins vegna heimsfaraldurs Covid. Faraldurinn virðist í rénun í Svíþjóð en heilbrigðisstarfsfólk er margt úrvinda og biðlistar eftir læknisþjónustu lengjast og lengjast. Kári Gylfason segir frá.
Til að ná loftslagsmarkmiðum Parísarsamkomulagsins er áætlað að 2 af hverjum þremur fólksbílum verði rafknúnir 2030 . Til þess þarf um 300 megawött. Sérfræðingur segir ljóst að bæta verði við einhverju afli og styrkja flutningskerfið. Meðal eyðsla rafbíla er um 20 kílówött fyrir hverja ekna 100 kílómetra. Arnar Páll Hauksson talar við Kjartan Rolf Árnason.
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

SpegillinnBy RÚV

  • 4.7
  • 4.7
  • 4.7
  • 4.7
  • 4.7

4.7

6 ratings


More shows like Spegillinn

View all
Vikulokin by RÚV

Vikulokin

7 Listeners

Í ljósi sögunnar by RÚV

Í ljósi sögunnar

460 Listeners

Dr. Football Podcast by Hjörvar Hafliðason

Dr. Football Podcast

144 Listeners

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars by Helgi Jean Claessen

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars

89 Listeners

Heimskviður by RÚV

Heimskviður

22 Listeners

Heimsglugginn by RÚV

Heimsglugginn

8 Listeners

70 Mínútur by Hugi Halldórsson

70 Mínútur

23 Listeners

Ein Pæling by Thorarinn Hjartarson

Ein Pæling

9 Listeners

Podcast með Sölva Tryggva by Sölvi Tryggvason

Podcast með Sölva Tryggva

74 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

30 Listeners

Chess After Dark by Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson

Chess After Dark

20 Listeners

Þetta helst by RÚV

Þetta helst

3 Listeners

Spursmál by Ritstjórn Morgunblaðsins

Spursmál

11 Listeners

Komið gott by Komið gott

Komið gott

20 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

6 Listeners