Dæmi eru um að sjúklingar þurfi að greiða tíu þúsund krónur aukalega fyrir heimsókn til sérfræðilæknis. Þetta aukagjald er ekki niðurgreitt af ríki. Forstjóri Sjúkratrygginga segir þetta sýna að brýnt að ná samningum við sérfræðilækna sem fyrst.
Deilur Bandaríkjanna og Íran virðast engan endi ætla að taka. Ásakanir hafa gengið milli í tengslum við njósnadróna sem Íranar skutu niður í fyrrakvöld.
Sjötta Secret Solstice-hátíðin var sett í Laugardalnum í dag, eftir mánaðalangar samningaviðræður við Reykjavíkurborg. Fjöldi heimsþekktra tónlistarmanna kemur þar fram.
Formaður félags framhaldsskólakennara, segir að trúnaðarbrestur hafi komið upp þegar formaður Kennarasambands Íslands, beitti sér fyrir frumvarpi að nýjum lögum um menntun, hæfni og ráðningu kennara.
Íbúar í Skútustaðahreppi og Þingeyjarsveit eru almennt jákvæðir gagnvart viðræðum um sameiningu sveitarfélaganna,
Í síðari hluta Spegilsins minnumst við þes að í dag eru tíu ár liðin frá því Grænlendingar fengu sjálfstjórn. Þá ríkti mikil bjartsýni um framtíðina en nú telur þáverandi formaður landsstjórnarinnar að leysa þurfi gríðarleg félagsleg vandamál áður en hugsað sé um fullt sjálfstæði.
Við fjöllum líka ítarlega um þá kolefnisjöfnunarkosti sem bjóðast á Íslandi og komumst að því að það er hægt að kolefnisjafna í bólu.