Fjölskylda konu sem lést nokkrum klukkutímum eftir að hún var útskrifuð af bráðamóttöku Landspítalans í mars segir að spítalinn hafi skýlt sér á bak við heimsfaraldurinn. Landlæknir telur að læknir á bráðamóttökunni hafi ekki sinnt skyldum sínum. Kristján Ingólfsson faðir konunnar segir ekkert álag hafi verið á bráðamóttökunni þetta kvöld.
Íslensk stjórnvöld hafa tryggt bóluefni fyrir alla þjóðina. katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra er ánægð með að bólusetning geti hafist fyrir áramót.
Ofanflóðasérfræðingar Veðurstofunnar vanmátu aðstæður utan Búðarár á Seyðisfirði, setlög sem ekki hafa bifast í árþúsundir hlupu fram í stærstu skriðu sem fallið hefur í þéttbýli á Íslandi. Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri segir að hláka á aðfangadag sé áhyggjuefni. Arnhildur Hálfdánardóttir tók saman.
Allt stefnir í þingkosningar í Ísrael eftir áramótin, þær fjórðu á innan við tveimur árum. Ásgeir Tómasson sagði frá.
Að minnsta kosti þrjátíu blaðamenn voru myrtir vegna vinnu sinnar á árinu. Um þriðjungur þeirra í Mexíkó sem er nú orðið hættulegasta ríkið fyrir blaðamenn að starfa í. Ólöf Ragnarsdóttir tók saman.
Lestur jólakveðja hefst á Rás eitt klukkan sjö í kvöld og hafa þær aldrei verið fleiri í sögu Ríkisútvarpsins. Sigvaldi Júlíusson og Stefanía Valgeirsdóttir þulir segja að farsóttin setji sitt mark á kveðjurnar.
-----------
Töluvert fleiri sóttu um jólaaðstoð frá Hjálpræðishernum í ár en í fyrra. Um þrjú hundruð manns verða í jólaboði hersins í Reykjavík á aðfangadag. ARnar Páll Hauksson ræddi við Hjördísi Kristinsdóttur, svæðisforingja.
Farsótt og sóttvarnaraðgerðir hafa mikil áhrif á jólahald hjá Svíum og Norðmönnum, margt er ómögulegt af því sem venjulegar skapar jólabraginn. Anna Kristín Jónsdóttir talar við Kára Gylfason, fréttaritara í Gautaborg og Gísla Kristjánsson fréttaritara í Ósló.
Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon. Stjórn útsendingar fréttahluta: Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir