Á laugardag fór fram samstöðufundurinn Þjóð gegn þjóðarmorði um allt land. Meðal atriða á fjölsóttum fundi á Austurvelli var flutningur á nýju tónverki Sigurðar Sævarssonar við ljóð Dags Hjartarsonar, Hvers vegna þessi þögn? Við heyrum af tilurð verksins í síðari hluta þáttar. Við hugum einnig að kvikmynd um þjóðarmorðið sem hefur verið að fá mjög sterkar viðtökur eftir frumsýningu á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum. The Voice of Hind Rajab segir frá örlögum Hind Rajab í bifreið sem Ísraelsher réðst á, en kvikmyndin er unnin upp úr símtali hennar við starfsmenn Rauða hálfmánans - símtali sem gekk fram af heimsbyggðinni. En við byrjum á því að hringja austur í Öræfi, til að taka ljósmyndarann Spessa tali um nýútkomna bók sem hann kallar TÓM.