Spegillinn

Staða Covid 19, staða erlendra kvenna á Íslandi og óöld á Haítí.


Listen Later

Spegillinn 26. 10. 2022
Formaður Fræðsluráðs Hafnarfjarðarbæjar segist ekki vilja gera lítið úr viðbrögðum í alvarlegu eineltismáli sem upp hefur komið í bænum en alltaf megi gera betur. Ráðið samþykkti á fundi í dag að láta yfirfara verkferla í eineltismálum. Móðir drengs sem gekk í Hraunavallaskóla í Hafnarfirði flúði með son sinn norður í land vegna eineltis.
Flugumferð stöðvaðist á Keflavíkurflugvelli í dag vegna sprengjuhótunar. Hún reyndist tilhæfulaus.
Fagráð Sjúkrahússins á Akureyri óttast að fjárskortur verði til þess að grunnþjónusta og þekking glatist á spítalanum.
Óöld ríkir á Haítí vegna herskárra glæpagengja sem halda þjóðinni í heljargreipum. Kólera hefur blossað upp í landinu á ný.
Lengri umfjöllun:
Þó svo að í hugum margra sé covid 19 faraldurinn minningin ein þá er enn glímt við hann víða um heiminn, og einnig hér á landi. Í morgun tilkynntu heilbrigðisyfirvöld um kaup á lyfinu Paxlovid til að meðhöndla á sjúklingum sem eiga á hættu að veikjast alvarlega af Covid 19.
Enn liggur fólk inni á Landspítala vegna covid 19, enginn er þó alvarlega veikur. Bjarni Rúnarsson ræddi við Guðrúnu Aspelund sóttvarnalækni.
Staða erlendra kvenna á vinnumarkaði er viðkvæmari en íslenskra kvenna. Meiri líkur er á að konur af erlendu bergi brotnar lendi í atvinnuleysi og veljist í störf sem ekki þarfnast sérþekkingar eða menntunar. Jafnréttisþing fór fram í morgun og meðal þeirra sem flutti erindi þar var Berglind Hólm Ragnarsdóttir, lektor við Háskólann á Akureyri. Hún kynnti þar niðurstöður nýlegrar rannsóknar um stöðu og líðan kvenna. Markmið rannsóknarinnar var að skoða hvernig ólíkir þættir sem tengjast atvinnuþátttöku og fjölskylduábyrgð hafa áhrif á líkamlega og andlega líðan kvenna á Íslandi og hvernig það samband birtist eftir stéttarstöðu þeirra, uppruna og búsetu. Hafdís Helga Helgadóttir ræddi við Berglindi.
Íbúar Haítí í austanverðu Karíbahafi eru vanir að glíma við erfiðleika af öllu tagi. Upp á síðkastið hafa þeir þó verið meiri og þyngri en oftast áður. Glæpagengi vaða uppi án þess að yfirvöld fái neitt við ráðið. Skortur er á matvælum, eldsneyti og raunar flestu öðru. Þá hefur kólera stungið sér niður að undanförnu, fáeinum árum eftir að síðasti faraldur var kveðinn niður.
Umsjón: Bjarni Rúnarsson.
Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon.
Stjórn fréttaútsendingar: Júlía Margrét Ingimarsdóttir.
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

SpegillinnBy RÚV

  • 4.7
  • 4.7
  • 4.7
  • 4.7
  • 4.7

4.7

6 ratings


More shows like Spegillinn

View all
Vikulokin by RÚV

Vikulokin

8 Listeners

Í ljósi sögunnar by RÚV

Í ljósi sögunnar

469 Listeners

Dr. Football Podcast by Hjörvar Hafliðason

Dr. Football Podcast

149 Listeners

Steve Dagskrá by Steve Dagskrá

Steve Dagskrá

23 Listeners

Heimskviður by RÚV

Heimskviður

26 Listeners

Heimsglugginn by RÚV

Heimsglugginn

12 Listeners

70 Mínútur by Hugi Halldórsson

70 Mínútur

24 Listeners

Ein Pæling by Thorarinn Hjartarson

Ein Pæling

11 Listeners

Podcast með Sölva Tryggva by Sölvi Tryggvason

Podcast með Sölva Tryggva

70 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

30 Listeners

Chess After Dark by Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson

Chess After Dark

10 Listeners

Þetta helst by RÚV

Þetta helst

7 Listeners

Spursmál by Ritstjórn Morgunblaðsins

Spursmál

14 Listeners

Komið gott by Komið gott

Komið gott

27 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

5 Listeners