Spegillinn

Staða innflytjenda í Reykjavík, öfgar og umræða


Listen Later

Haldinn var aukafundur í mannréttindaráði Reykjavíkurborgar fimmtudaginn 24. júlí. Tilefnið var það sem í fundargerð er kallað nýjar vendinga í umræðunni um stöðu innflytjenda í borginni. Með því er vísað til þess, þegar hópur manna fylkti liði í miðborg Reykjavíkur um næstliðna helgi, allir klæddir samskonar bolum með áletruninni Skjöldur Íslands og þýskum járnkrossi, sem er alþekkt tákn í heimi hægri-öfgahreyfinga. Aðspurðir sögðust þeir vera að „taka stöðuna á leigubílamarkaðnum.“ Af færslum á Facebook-síðu hópsins mátti ráða að þessi stöðutaka hafi einkum beinst að erlendum leigubílstjórum og þá sér í lagi þeim sem ólíkastir eru hinum íslensku Jóni og Gunna í sjón og þá umfram allt dekkri á hörund. Í fundargerð mannréttindaráðs segir að samstarfsflokkar mannréttindaráðs lýsi yfir þungum áhyggjum af því að öfgahópar merktir þekktum fasískum táknum skuli taka sér hlutverk lögreglu og ógna íbúum, einkum íbúum af erlendum uppruna. Fulltrúar minnihlutans taka undir áhyggjur meirihlutans af því að einstaklingar og hópar í samfélaginu taki lögin í sínar hendur og leggja áherslu á að ofbeldisfullir öfgahópar skuli hvorki liðnir né eiga sér samastað í íslensku samfélagi.
Alexander Kristjánsson fréttamaður hitti Sabinu Leskopf, formann mannréttindaráðs að máli
Umsjón: Ævar Örn Jósepsson
Tæknimaður: Jón Þór Helgason
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

SpegillinnBy RÚV

  • 4.7
  • 4.7
  • 4.7
  • 4.7
  • 4.7

4.7

6 ratings


More shows like Spegillinn

View all
Vikulokin by RÚV

Vikulokin

8 Listeners

Í ljósi sögunnar by RÚV

Í ljósi sögunnar

460 Listeners

Dr. Football Podcast by Hjörvar Hafliðason

Dr. Football Podcast

145 Listeners

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars by Helgi Jean Claessen

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars

89 Listeners

Heimskviður by RÚV

Heimskviður

24 Listeners

Heimsglugginn by RÚV

Heimsglugginn

8 Listeners

70 Mínútur by Hugi Halldórsson

70 Mínútur

23 Listeners

Ein Pæling by Thorarinn Hjartarson

Ein Pæling

9 Listeners

Podcast með Sölva Tryggva by Sölvi Tryggvason

Podcast með Sölva Tryggva

74 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

30 Listeners

Chess After Dark by Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson

Chess After Dark

21 Listeners

Þetta helst by RÚV

Þetta helst

3 Listeners

Spursmál by Ritstjórn Morgunblaðsins

Spursmál

10 Listeners

Komið gott by Komið gott

Komið gott

23 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

6 Listeners