Spegillinn

Stærsta hópuppsögn sögunnar, enginn á gjörgæslu vegna COVID-19 og efna


Listen Later

Icelandair sagði í dag upp um 2000 starfsmönnum. Sorgardagur, segir Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, formaður Flugfreyjufélags Íslands. Jóhann Hlíðar Harðarson ræddi við hana og Boga Nils Bogason, forstjóra Icelandair sem vonar að margir þeirra sem sagt var upp í dag snúi aftur til starfa hjá félaginu
Uppsagnirnar eru stærsta hópuppsögn sögunnar hér, segir Unnur Sverrisdóttir forstjóri Vinnumálastofnunar.
Alþjóðleg hjálparsamtök vara við því að allt að einn milljarður jarðarbúa eigi eftir að smitast af kórónuveirunni, verði fátækustu ríkjunum ekki komið til hjálpar. Ásgeir Tómasson sagði frá.
Þrír greindust með kórónuveiruna hér síðasta sólarhringinn, en enginn er á gjörgæslu vegna COVID-19. Það var Ölmu Möller landlækni, gleðiefni á daglegum upplýsingafundi.
Viðbótaraðgerðirnar sem stjórnvöld kynntu í morgun fóru fram úr væntingum Haralds Teitssonar framkvæmdastjóra hópferðafyrirtækisins, Teits Jónassonar. Arnhildur Hálfdánardóttir talaði við hann.
Leiðtogar Samfylkingar og Pírata telja að setja verði þau skilyrði að fyrirtæki sem grípi til úrræða ríkisins nýti ekki skattaskjól. Þingmaður Miðflokksins segir meiru skipta að aðgerðirnar gangi hratt fyrir sig. Dagný Hulda Erlendsdóttir talaði við Loga Einarsson, Halldóru Mogensen og Bergþór Ólason.
-----
Hlutabótaleiðin gildir út sumarið, ríkið tekur þátt í launagreiðslum á uppsagnarfresti, og fjárhagsleg endurskipulagning fyrirtækja verður einfölduð með aðgerðunum sem ríkisstjórnin kynntí í morgun. Rætt um aðgerðirnar við Drífu Snædal, forseta ASÍ, Bjarnheiði Hallsdóttur, formann Samtaka ferðaþjónustunnar, Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóra SA og Jón Bjarka Bentsson, aðalhagfræðing Íslandsbanka.
Frá Noregi bárust í morgun fréttir um að eitt undarlegasta mannrán síðari tíma væri upplýst - eða svo gott sem. Anne Elísabet Hagen hvarf fyrir hálfu öðru ári og mannræningjar sagðir krefjast lausnargjalds. Núna er eiginmaður hennar, einn ríkasti maður Noregs, grunaður um að hafa sett allt á svið og blekkt lögreglu mánuðum saman. Gísli Kristjánsson segir frá.
Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir og Arnhildur Hálfdánardóttir. Tæknimaður: Ragnar Gunnarsson og stjórn útsendingar í höndum Bjargar Guðlaugsdóttur.
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

SpegillinnBy RÚV

  • 4.7
  • 4.7
  • 4.7
  • 4.7
  • 4.7

4.7

6 ratings


More shows like Spegillinn

View all
Vikulokin by RÚV

Vikulokin

8 Listeners

Í ljósi sögunnar by RÚV

Í ljósi sögunnar

456 Listeners

Dr. Football Podcast by Hjörvar Hafliðason

Dr. Football Podcast

150 Listeners

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars by Helgi Jean Claessen

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars

91 Listeners

Heimskviður by RÚV

Heimskviður

25 Listeners

Heimsglugginn by RÚV

Heimsglugginn

8 Listeners

70 Mínútur by Hugi Halldórsson

70 Mínútur

25 Listeners

Ein Pæling by Thorarinn Hjartarson

Ein Pæling

9 Listeners

Podcast með Sölva Tryggva by Sölvi Tryggvason

Podcast með Sölva Tryggva

75 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

32 Listeners

Chess After Dark by Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson

Chess After Dark

19 Listeners

Þetta helst by RÚV

Þetta helst

7 Listeners

Spursmál by Ritstjórn Morgunblaðsins

Spursmál

7 Listeners

Komið gott by Komið gott

Komið gott

28 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

8 Listeners