Í þættinum var byrjað á að hringja suður til Ítalíu og ræða við Stefán Jón Hafstein, Fastafulltrúa Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum í Róm, en Ítalía er það land sem enn sem komið hefur orðið lang verst úti í faraldrinum. Í hljóðver í anddyri Efstaleitis koma svo þau Kjartan Hreinn Njálsson, aðstoðarmaður landlæknis, og Hafrún Kristjánsdóttir, sálfræðingur og deildarforseti íþróttafræðideildar Háskólans í Reykjavík og ræddu Covid-faraldurinn. Í lok þáttar var rætt við Drífu Snædal, forseta ASÍ, um aðgerðir stjórnvalda til að tryggja greiðslur til fólks í skertu hlutfalli hjá fyrirtækjum í rekstrarvanda.