Spegillinn

Stór Jarðskjálfti


Listen Later

Jarðskjálftinn sem reið yfir suðvesturhorn landsins rétt fyrir klukkan tvö í dag var 5,6 að stærð. Á þriðja hundrað minni skjálftar hafa fylgt í kjölfarið. Stóri skjálftinn fannst víða um land en mest á Suðurnesjum og á höfuðborgarsvæðinu. Skjálftinn í dag er sá stærsti sem mælst hefur á Reykjanesskaganum frá því árið 2003. Upptök hans voru 6 km fyrir vestan Kleifarvatn og 14 kílómetra norðaustan við Grindavík.
Ekki hafa borist tilkynningar um slys á fólki eða tjón á mannvirkjum. Skriða féll á veginn um Djúpavatnsleið skammt frá upptökum skjálftans.
Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í dag ríkið af kröfu Kristjáns Viðars Júlíussonar og dánarbús Tryggva Rúnars Leifssonar. Þeir kröfðust bóta fyrir tjón vegna Guðmundar- og Geirfinnsmálsins og tekjutap vegna frelsissviptingar.
Rætt var við Halldór Geirsson, jarðeðlisfræðing hjá Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands, stóra skjálftann sem var í dag og um gosvirknina á Reykjanesskaga. Arnar Páll Hauksson talaði við Halldór.
Útlitið í ferðaþjónustunni næstu vikur er kolsvart segir formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. Ferðaþjónustufyrirtæki vonast eftir beinum rekstrarstyrkjum frá ríkinu til að lifa af veturinn. Kristján Sigurjónsson talaði við Bjarnheiði Hallsdóttur.
Sjálfsstjórn einstakra landshluta í Bretlandi hefur verið pólitískt deilumál í Bretlandi í áratugi. Covid-19 faraldurinn hefur með óvæntum hætti styrkt bæði sjálfsstjórn og sjálfsímynd svæðanna fjögurra sem hafa tekið á faraldrinum með ólíkum hætti. Kjörnir borgarstjóra í ýmsum stærstu borgum Bretlands hafa svo undanfarið staðið upp í hárinu á bresku stjórnina í togstreitu um veiruaðgerðir sem að hluta snúast um að ,,þeir þarna fyrir sunnan“ skilji ekki lífsskilyrðin fyrir norðan. Sigrún Davíðsdóttir sagði frá.
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

SpegillinnBy RÚV

  • 4.7
  • 4.7
  • 4.7
  • 4.7
  • 4.7

4.7

6 ratings


More shows like Spegillinn

View all
Vikulokin by RÚV

Vikulokin

8 Listeners

Í ljósi sögunnar by RÚV

Í ljósi sögunnar

463 Listeners

Dr. Football Podcast by Hjörvar Hafliðason

Dr. Football Podcast

146 Listeners

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars by Helgi Jean Claessen

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars

88 Listeners

Heimskviður by RÚV

Heimskviður

23 Listeners

Heimsglugginn by RÚV

Heimsglugginn

8 Listeners

70 Mínútur by Hugi Halldórsson

70 Mínútur

26 Listeners

Ein Pæling by Thorarinn Hjartarson

Ein Pæling

10 Listeners

Podcast með Sölva Tryggva by Sölvi Tryggvason

Podcast með Sölva Tryggva

76 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

30 Listeners

Chess After Dark by Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson

Chess After Dark

20 Listeners

Þetta helst by RÚV

Þetta helst

4 Listeners

Spursmál by Ritstjórn Morgunblaðsins

Spursmál

10 Listeners

Komið gott by Komið gott

Komið gott

22 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

7 Listeners