Það að hlutfallslega mörg sýni eru tekin hér á landi til að skima fyrir COVID-19 gæti útskýrt talsverða fjölgun skráðra smita á Íslandi. 250 manns hafa nú greinst með veiruna.
Fimm af sjö hótelum Centerhótela verður lokað næstu daga. Framkvæmdastjórinn segist binda vonir við aðgerðir stjórnvalda.
Evrópusambandið sakar Rússa um að dreifa falsfréttum um COVID-19 faraldurinn til að grafa undan trausti á heilbrigðisyfirvöldum á Vesturlöndum.
Þó að gengi krónunnar hafi lækkað um 10% frá áramótum er ekki búist við að verðbólga aukist mikið. Þetta segir seðlabankastjóri.
Það er engin vestanganga sjáanleg, segir leiðangursstjóri í loðnuleit sem nú stendur yfir. En auknar vísbendingar séu um hrygningu loðnunnar úti fyrir Norðurlandi.
Daði Freyr segist vonsvikinn yfir því að Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva hafi verið aflýst.
Aðalhagfræðingur Seðlabankans segir ljóst að það verður mikið áfall í efnahagsmálum hér á landi. Aðgerðir Seðlabankans sem kynntar voru í dag miði að því að milda þetta áfall. Hann segir að miðað við þróunina í Kína megi búast við að hér verði stórt högg á þjóðarbúið á fyrri hluta ársins. Arnar Páll Hauksson talar við Þórarinn G. Pétursson.
Sagan kennir okkur að það er auðvelt að loka landamærum en það getur verið þrautin þyngri að opna þau aftur síðar. Þetta segir stjórnmálafræðiprófessor. COVID-19 sé hnattræn vá sem krefst hnattrænnar samvinnu en viðbrögð margra ríkja litist af þjóðerniskennd. Létt þjóðernisstef komi líka fram í ræðum stjórnmálamanna sem stundum reyni að þjappa fólki saman með því að upphefja meint þjóðareinkenni. Arnhildur Hálfdánardóttir tala við Eirík Bergmann.