Spegillinn

Straumur fram á kvöld í sýnatöku


Listen Later

Stöðugur straumur hefur verið í sýnatöku hjá heilsugæslunni í dag og verður mannskapur við störf fram til klukkan átta í kvöld. Fólk með einkenni kórónuveirusmits er í algjörum forgangi, segir Agnar Darri Sverrisson, verkefnastjóri sýnatöku hjá heilsugæslunni. Hann býst við að tekin verði tæplega þrjú þúsund sýni í dag. Ásrún Brynja Ingvarsdóttir talaði við hann.
Dauðsföll af völdum COVID-19 farsóttarinnar eru komin yfir tvö hundruð þúsund í Bandaríkjunum. Sérfræðingar á heilbrigðissviði spá erfiðum vetri. Ásgeir Tómasson segir frá.
170 Akurnesingar sem þurftu að fara í sóttkví eftir að smitaður einstaklingur kom í líkamsræktarstöð á Akranesi þurftu að fara til Reykjavíkur í skimun í dag. Ekki var hægt að skima fólkið á Akranesi. Elsa María Guðlaugs Drífudóttir talaði við Jóhönnu Fjólu Jóhannesdóttur forstjóra Heilbrigðisstofnunar Vesturlands.
Mál egypsku fjölskyldunnar sem flytja á úr landi er að einhverju leyti fordæmalaust, segir Þorsteinn Gunnarsson, sviðsstjóri hjá Útlendingastofnun. Hann man ekki til þess að heil fjölskylda sem vísa á úr landi hafi farið í felur. Sólveig Klara Ragnarsdóttir talaði við hann.
Vont veður og hafís hefur truflað þau tvö rannsóknarskip sem nú eru við loðnurannsóknir norður og vestur af Íslandi. Þessi leiðangur sker úr um hvort og þá hve mikið verður heimilt að veiða á komandi loðnuvertíð segir Birkir Bárðarson, leiðangursstjóri. Ágúst Ólafsson talaði við hann
------
Ekki er vilji innan verkalýðshreyfingarinnar, við þær aðstæður sem nú ríkja, að segja upp lífskjarasamningnum. Formannafundur Alþýðusambands Íslands var haldinn í dag. Arnar Páll Hauksson segir frá. Heyrist í Arnari Sigurjónssyni, formanni samtaka iðnaðarins.
Covid-19 tilfellum snarfjölgar í Bretlandi en nú bætist við ágreiningur vísindamanna um bestu viðbrögðin. Sigrún Davíðsdóttir sagði frá. Brot úr
Það er mörgu ábótavant í skjalavörslu þess opinbera og það er alvarlegt að rafræn skjalavarsla sé ekki tekin nógu alvarlega, þar. Dómstólar, lögregluembætti og heilbrigðisstofnanir standa illa í því að mæta lögum og reglum um vörslu og stjórn skjala og Þjóðskjalasafnið hefur ekki fengið til varðveislu nema brot af þeim gögnum sem eru í rafrænum gagnakerfum ríkisins. Þetta er meðal þess sem kom fram í úttekt sem gerð var á vegum safnsins fyrr í ár og kynnt fyrir nokkru af Hrefnu Róbertsdóttur, þjóðskjalaverði. Anna Kristín Jónsdóttir talaði við hana.
Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Ragnar Gunnarsson. Stjórn útsendingar fréttahluta: Gunnlaug Birta Þorgrímsdóttir
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

SpegillinnBy RÚV

  • 4.7
  • 4.7
  • 4.7
  • 4.7
  • 4.7

4.7

6 ratings


More shows like Spegillinn

View all
Vikulokin by RÚV

Vikulokin

7 Listeners

Í ljósi sögunnar by RÚV

Í ljósi sögunnar

460 Listeners

Dr. Football Podcast by Hjörvar Hafliðason

Dr. Football Podcast

144 Listeners

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars by Helgi Jean Claessen

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars

89 Listeners

Heimskviður by RÚV

Heimskviður

22 Listeners

Heimsglugginn by RÚV

Heimsglugginn

8 Listeners

70 Mínútur by Hugi Halldórsson

70 Mínútur

23 Listeners

Ein Pæling by Thorarinn Hjartarson

Ein Pæling

9 Listeners

Podcast með Sölva Tryggva by Sölvi Tryggvason

Podcast með Sölva Tryggva

74 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

30 Listeners

Chess After Dark by Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson

Chess After Dark

20 Listeners

Þetta helst by RÚV

Þetta helst

3 Listeners

Spursmál by Ritstjórn Morgunblaðsins

Spursmál

11 Listeners

Komið gott by Komið gott

Komið gott

20 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

6 Listeners