Spegillinn

Stuðningur við Úkraínu minnkar, ungir brotamenn, hælisleitendur


Listen Later

Verulega hefur dregið úr fjárstuðningi vestrænna þjóða við Úkraínu upp á síðkastið. Repúblikanar í öldungadeild Bandaríkjanna komu í gær í veg fyrir 106 milljarða dollara neyðaraðstoð, sem Bandaríkjaforseti hugðist skipta milli Ísraels og Úkraínu.
Brotamenn undir átján ára aldri fara ekki í fangelsi nema í algjörum undantekningartilfellum en þeim hefur farið fjölgandi upp á síðkastið, kornungu karlmönnunum sem grunaðir eru um og jafnvel staðnir að alvarlegum ofbeldisbrotum og eru dregnir fyrir dóm í kjölfarið. Spegillinn hefur fjallað um nýútkomna skýrslu Ríkisendurskoðunar um Fangelsismálastofnun síðustu daga, og þótt ekki sé sérstaklega fjallað um unga fanga í henni, spurðum við Pál Winkel, fangelsismálastjóra og Margréti Valdimarsdóttur afbrotafræðing út í aðstæður þessa viðkvæma en stækkandi hóps.
Hælisleitendur, sem hafa fengið synjun um hæli en vilja ekki fara, verða settir í svokallað búsetuúrræði, þar sem fólk verður ekki frjálst ferða sinna, samkvæmt frumvarpi sem dómsmálaráðherra ætlar að leggja fram eftir áramót. Hún var á fundi ráðherra Schengen-ríkjanna þar sem aðalumræðuefnið var hvernig ríkin takast á við brottvísanir.
Umsjónarmaður Spegilsins var Ragnhildur Thorlacius. Tæknimaður var Magnús Þorsteinn Magnússon.
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

SpegillinnBy RÚV

  • 4.7
  • 4.7
  • 4.7
  • 4.7
  • 4.7

4.7

6 ratings


More shows like Spegillinn

View all
Vikulokin by RÚV

Vikulokin

8 Listeners

Í ljósi sögunnar by RÚV

Í ljósi sögunnar

467 Listeners

Dr. Football Podcast by Hjörvar Hafliðason

Dr. Football Podcast

153 Listeners

Steve Dagskrá by Steve Dagskrá

Steve Dagskrá

24 Listeners

Heimskviður by RÚV

Heimskviður

28 Listeners

Heimsglugginn by RÚV

Heimsglugginn

12 Listeners

70 Mínútur by Hugi Halldórsson

70 Mínútur

24 Listeners

Ein Pæling by Thorarinn Hjartarson

Ein Pæling

10 Listeners

Podcast með Sölva Tryggva by Sölvi Tryggvason

Podcast með Sölva Tryggva

69 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

29 Listeners

Chess After Dark by Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson

Chess After Dark

9 Listeners

Þetta helst by RÚV

Þetta helst

7 Listeners

Spursmál by Ritstjórn Morgunblaðsins

Spursmál

14 Listeners

Komið gott by Komið gott

Komið gott

27 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

7 Listeners