Umboðsmaður Alþingis sendi í dag frá sér það álit að frestun hvalveiða síðasta sumar hafi ekki verið í samræmi við lög um hvalveiðar. Rætt var við Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra í beinni útsendingu í Speglinum.
Ójöfnuður í ráðstöfunartekjum jókst talsvert í Reykjavík á útrásaráraunum en dróst svo snarlega saman strax í kjölfar hrunsins. Hann jókst svo lítillega aftur milli áranna 2010 og 2022, en þó minna en ætla mætti af þjóðfélagsumræðunni. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í nýrri rannsókn sem Kolbeinn Hólmar Stefánsson vann fyrir Reykjavíkurborg.
Umsjónarmaður var Ragnhildur Thorlacius. Tæknimaður Kormákur Marðarson.