Spegillinn 24.05.2019 Umsjón: Bergljót Baldursdóttir
Fjörtíu millörðum króna munar á heildarafkomu ríkissjóðs til hins verra frá nýjustu hagspá til þeirrar sem fjármálaáætlun var byggð á. Fjármálaráðherra ætlar að leggja til við Alþingi að fjármálastefnu verði breytt. Rætt við Bjarna Benediktsson, forsætisráðherra
Icelandair þarf að fella niður ríflega tvöhundruð brottfarir frá Keflavíkurflugvelli á tveimur mánuðum vegna MAX-8 þotanna sem fara líklega ekki í loftið fyrr en í haust. Rætt við Boga Nils Bogason, forstjóra Icelandair Group.
Samtök kínverskra flugfélaga ætla að veita fyrirtækjunum aðstoð við að krefja Boeing-flugvélasmiðjurnar um bætur vegna 737 MAX 8-þotanna sem hafa verið kyrrsettar síðan um miðjan mars. Tapið nemur tugmilljörðum króna.
Svartolía verður bönnuð í íslenskri landhelgi um næstu áramót. Umhverfisráðherra segir þetta stóran áfanga og að Ísland sé nú meðal þjóða sem ganga lengst í að draga úr notkun svartolíu. Arnar Páll Hauksson ræðir við Guðmund Inga Guðbrandsson
Eliza Reid forsetafrú segir að hægt sé að kenna fólki bætt samskipti við þá sem eru með heilabilun. Hún var á ráðstefnu um alzheimers-sjúkdóminn í konungshöllinni í Stokkhólmi, ásamt drottningum, prinsessum og forsetafrúm. Við heyrum meira um ráðstefnuna og alzheimers-buffið hans Guðna síðar í Speglinum. Bergljót Baldursdóttir ræddi við Elízu
Og Tommy á hálfrar aldar afmæli. Við segjum frá rokkóperunni Tommy í Speglinum - meistaraverki hljómsveitarinnar Who. Kristján Sigurjónsson sagði frá