Forstjóri Vinnumálastofnunar segir að dagurinn í dag sé svartasti dagur hópuppsagna hjá stofnuninni. Alls hafa borist tilkynningar frá 15 fyrirtækjum um uppsagnir sjö til átta hundruð starfsmanna.
Forstjóri Landspítalans hefur miklar áhyggjur af kjaraviðræðum eftir að hjúkrunarfræðingar felldu nýgerðan kjarasamning
Heilbrigðisyfirvöld í Bretlandi eru byrjuð að telja fjölda látinna á elliheimilum af völdum COVID-19 með þeim sem hafa dáið á sjúkrahúsum. Fjöldinn jókst því um meira en fjögur þúsund á síðasta sólarhring.
Forstjóri Samkeppniseftirlitsins segir að til greina komi að grípa til ráðstafana ef fyrirtæki byrja að okra í verði og þjónustu. Birgjum verði jafnvel gert að gefa upp hámarks- eða leiðbeinandi verð. Arnar Páll Hauksson talar við Pál Gunnar Pálsson.
Tæpar þrjár vikur eru síðan síðast spurðist til Kim Jongs un, æðsta leiðtoga Norður-Kóreu. Hann lét ekki einu sinni sjá sig í grafhýsi ættarinnar á sólarhátíðinni sem haldin er þann fimmtánda apríl ár hvert til að heiðra minningu Kim Il Sung, afa hans og forvera í embætti. Að núverandi leiðtogi hunsi þennan merkisdag er talið jafnast á við guðlast. Arnhildur Hálfdánardóttir segir frá.