Fimmtíu krár og skemmtistaðir verða lokaðir fram á þriðjudag. Stærstan hluta smita síðustu daga má rekja beint og óbeint þangað. Nýjar tillögur verða unnar um helgina. Okkur er kannski að takast að ná utan um þetta, segir sóttvarnalæknir.
Maður hefur verið ákærður fyrir manndráp fyrir að verða þremur að bana með íkveikju. Aldrei í nútímaréttarfarssögu Íslands hefur verið ákært fyrir að bana svo mörgum.
60 þúsund ný störf þurfa að verða til hér á landi á næstu 30 árum til að tryggja góð efnahagsleg lífsgæði landsmanna. Þetta kemur fram í ályktun Iðnþings sem haldið var í dag. Nýsköpun og ný störf voru meginviðfangsefni þingsins.
Landlæknir hefur óskað eftir gögnum frá Leitarstöð Krabbameinsfélagsins í máli konu sem fór þar í skimun fyrir leghálskrabbameini. Á fjórða þúsund sýni sem tekin voru frá 2017 og fram á þetta ár hafa verið endurskoðuð. Yfirlæknir segir ekki tilefni til að skoða eldri sýni.
Læknastofur Akureyrar hefja í næstu viku mótefnamælingar fyrir fólk sem telur sig hafa fengið COVID-19.
Kráareigandi á höfðuborgarsvæðinu gagnrýnir ekki ákvöðrun um að loka krám og skemmtistöðum um helgina. Hann segir að margir staðir séu í raun gjaldþrota vegna þess að tekjur nægi ekki fyrir kostnaði. Hann kallar eftir aðgerðum af hálfu sjórnvalda og leggur til að fasteignagjöld verði felld niður og að áfengisgjöld verði felld niður eða lækkuð. Arnar Páll talar við Jón Bjarna Steinsson, Ásgeir Þór Ásgeirsson og Þórólf Guðnason.
Nýsköpun er lykillinn að því að ný störf verði til. Þetta var megin inntakið á Iðnþingi sem haldið var í dag í Hörpu i Reykjavík við sérstakar aðstæður vegna Covid faraldursins. Þinginu var streymt á netinu. Kristján Sigurjónsson settist niður með tveimur þátttakendum á Iðnþingi, þeim Katrínu Pétursdóttur forstjóra Lýsis í Reykjavík og Sigríði Mogensen sviðsstjóra hugverkasviðs Samtaka iðnaðarins og ræddi við þær um framtíð íslensks iðnaðar.
Bráðum áratug eftir ódæðsiverkin á Útey og í miðborg Óslóar er enn rifist um hvort og hvar minnismerki um hin látnu eigi að rísa. Samingaviðræður, dómsmál og endurhönnun merkisins hafa aðeins orðið til að fresta framkvæmdum. Og nú í vikunni var deilan enn tekin til dóms. Gísli Kristjánsson sagði frá.