Fylgi flokka breytist lítið milli mánaða í nýjum þjóðarpúlsi Gallups en væri kosið nú næðu ríkisstjórnarflokkarnir ekki meirihluta á þingi. Milla Ósk Magnúsdóttir sagði frá.
Gjaldþrot WOW air á stærstan hlut í tveggja og hálfs milljarðs tapi Isavia á fyrri helmingi ársins. Birgir Þór Harðarson sagði frá.
Án samningsins um evrópska efnahagssvæðið væri hætta á einangrun, stöðnun og afturför í íslensku þjóðfélagi að dómi starfshóps utanríkisráðherra sem skilaði af sér í dag. Magnús Geir Eyjólfsson ræddi við Guðlaug Þór Þórðarson utanríkissráðherra um samninginn.
Áhyggjur vaxa í Frakklandi vegna mengunar af völdum eldsvoða í efnaverksmiðju í síðustu viku. Bændum í nágrenni hennar hefur verið bannað að selja afurðir sínar. Ásgeir Tómasson tók saman.
--------------
Samgöngusáttmálinn sem undirritaður var í síðustu viku er afar mikilvægt skref en framundan er vinna og mögulega átök í þinginu, ekki síst um útfærslu gjaldheimtu segja Reykjavíkurþingmennirnir Hanna Katrín Friðriksson, (Viðreisn) og Kolbeinn Óttarsson Proppé (VG)
Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir
Tæknimaður: Ragnar Gunnarsson
Stjórn útsendingar: Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir