Gestir þáttarins eru Þórir Guðmundsson, ritstjóri fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar, Sigríður Hagalín Björnsdóttir, fréttamaður og rithöfundur, og Björt Ólafsdóttir fyrrverandi umhverfisráðherra. Rætt var um jarðskjálftahrinu á Reykjanesskaga, efnistök fjölmiðla, stöðu þeirra og viðleitni stjórnvalda til að bæta stöðu þeirra, málaferli Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra vegna úrskurðar kærunefndar jafnréttismála og símtal Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra til lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu vegna Ásmundarsalarmálsins.
Umsjón: Bergsteinn Sigurðsson