Fjármálaráðherra segir að Þorvaldur Gylfason hafi ekki verið heppilegur samstarfsmaður ráðuneytisins sem ritstjóri hagfræðitímarits vegna gagnrýni hans á ríkisstjórnir Íslands síðustu ár.
Launaliðurinn var ekki ræddur á samningafundi hjúkrunarfræðinga og ríkisins í dag. Viðræðurnar eru erfiðar og þungar, en boðað hefur verið til nýs fundar eftir helgi.
Landlæknir segir líklegt að fyrirhugað verkfall hjúkrunarfræðinga muni hafa áhrif á sýnatöku vegna COVID-19 á landamærum. Sýnatakan sé á ábyrgð lækna og hjúkrunarfræðinga.
Bandaríkjastjórn hótar að beita saksóknara Alþjóðlega sakamáladómstólsins refsiaðgerðum ákveði þeir að ákæra bandaríska hermenn fyrir stríðsglæpi í Afganistan.
Alþýðusamband Íslands gerir athugasemdir við að vextir verði lagðir á hlutdeildarlán ríkisins ef tekjur lántakenda hækka á lánstímanum.
Rúmum þremur milljörðum verður varið til að hvetja útlendinga að koma til Íslands og hvetja Íslendinga til að ferðast um landið. Loks á að fara í herferð til hvetja landsmenn til að velja íslenskt. Arnar Páll Hauksson talar við Sigurð Hannesson.
Það hefur myndast gap á milli lögreglunnar og almennings og það ber meira á vantrausti og virðingarleysi. Þetta er mat tveggja varðstjóra í Kópavogi. Þeir sinna samfélagslöggæslu og starfið lýtur meðal annars að því að vinna traust innflytjenda. Arnhildur Hálfdánardóttir ræðir við Hrein Júlíus Ingvarsson og Unnar Þór Bjarnason.