Share Þríhjólið
Share to email
Share to Facebook
Share to X
16. þátturinn af Þríhjólinu. Freydís Heba Konráðsdóttir settist í sófan í þetta skiptið. En Freydís er ein þeirra sem titla sig Akureyrardætur og hafa verið að gera ansi skemmtilega hluti fyrir norðan þar sem þær hafa verið að ná yfir 50 konum í samhjól og hjóla áhuginn fyrir norðan farið ört vaxandi meðal annars vegna þeirra. En almennt er frábært starf unnið fyrir norðan. Og núna í þessari viku 20 til 27. júlí er hjólahelgi Greifans sem er stórskemmtilegur viðburður sem allir hjólarar þurfa að mæta á. Tilvalið að hlusta á þáttinn á leiðinni norður :)
Þríhjólið er í bóði Sportval og Craft og fasteignasölunar Húsaskjól (https://www.husaskjol.is/)
Intró - Þess vegna erum við hér í kvöld - með Fjallbræðurm, Magnúsi Þor Sigmundssyni og Jónasi Sig.
Lag og texti - Magnús Þór.
15. þátturinn af Þríhjólinu. Rétt fyrir allt Covid og samgöngubann fékk ég Bjarna Má Svavarsson í sófann til mín Bjarni var þá nýskipaður forseti HRI. Þáttur hefur nú loksins komist í loftið. En við Bjarni spjölluðum aðalega um hjóla ferilin hans og aðeins um HRI og framtíð þess. Það var virkilega skemmtilegt að spjalla við Bjarna enda er fá hjólamót síðustu árin sem hann hefur ekki verið nálægt og er strákurinn hans einn af efnilegri hjólurum landsins í dag.
Þríhjólið er í bóði Sportval og Craft og fasteignasölunar Húsaskjól (https://www.husaskjol.is/)
Intró - Þess vegna erum við hér í kvöld - með Fjallbræðurm, Magnúsi Þor Sigmundssyni og Jónasi Sig.
Lag og texti - Magnús Þór.
14. þátturinn af Þríhjólinu. Ég fékk boð um að koma til ÍSÍ og ræða þar við Hrönn Guðmundsdóttur sem er Sviðsstjóri Almenningsíþróttasviðs ÍSÍ og hefur yfirumsjón með átakinu Hjólað í vinnuna sem er búið að vera í gangi síðan 2003 og hefur að mínu mati valdið straumhvörfum í hjólamenningunni á Íslandi. Við ræddum hjólað í vinnuna fram og til baka, söguna, gildi þess fyrir hjólasamfélagði og einng um ávinning af því að hafa svona verkefni í gangi fyrir þjóðfélagið frá mörgum hliðum. Virkilega skemmtilegt spjall.
Þríhjólið er í bóði Sportval og Craft og fasteignasölunar Húsaskjól (https://www.husaskjol.is/)
Intró - Þess vegna erum við hér í kvöld - með Fjallbræðurm, Magnúsi Þor Sigmundssyni og Jónasi Sig.
Lag og texti - Magnús Þór.
Tags: hjólhjólreiðaríþróttir
13. þátturinn af Þríhjólinu og nú er Bergur Benediktsson í byrjun mars kláraði Bergur sennileg eina erfiðustu þrekraun sem nokkur hjólreiðamaður getur farið í 500 km plús keppni í Alaska þar sem hjólað var í snjó og allt niður í 40 stiga frost. Virkilega áhugavert spjall um þessa keppni auk þess að fara aðeins inná Dirty Kansas og fleira. Þetta er spjall sem allir ættu að hafa gaman af sem hafa áhuga á íþróttum og þá sem hafa á huga á því hvernig maður yfirstígur eitthvað sem virðist óyfirstíganlegt. Virkilega skemmtilegt spjall.
Þríhjólið er í bóði Sportval og Craft.
Intró - Þess vegna erum við hér í kvöld - með Fjallbræðurm, Magnúsi Þor Sigmundssyni og Jónasi Sig.
Lag og texti - Magnús Þór.
11. þátturinn af þríhjólinu kominn í loftið og nú settist í sófan settist Bríet Rún Ágústsdóttir. En Bríet fer fyrir kvennaliði Airport Direct sem er eftir minni bestu vitund fyrsta kvennaliðið í götuhjólreiðakeppnum á Íslandi. Við ræddum hjólaferilinn hennar þó hann sé nú ekki langur en framtíðin er áhugaverð og verður gaman að sjá með hvaða hætti þetta lið kemur inn í kvennapsportið.
Þríhjólið er í bóði Sportval og Craft.
Intró - Þess vegna erum við hér í kvöld - með Fjallbræðurm, Magnúsi Þor Sigmundssyni og Jónasi Sig.
Lag og texti - Magnús Þór.
12. þátturinn af Þríhjólinu og nú er Thomas Skov Jensen kominn í sófann. En Thomas er reynslubolti í hjólreiðum og byrjaði ungur að æfa hjólreiðar í Danmörku. Hann byrjaði svo að hjóla hér á Íslandi fyrir nokkrum árum og er einn af meðlimum Airport Direct og hefur séð um að þjálfa þá stráka og einnig hjá Tindi. Einnig hannaði hann sitt eigið hjól í vetur sem Hjólfréttir fjölluðu um fyrir ekki svo löngu.
Þríhjólið er í bóði Sportval og Craft.
Intró - Þess vegna erum við hér í kvöld - með Fjallbræðurm, Magnúsi Þor Sigmundssyni og Jónasi Sig.
Lag og texti - Magnús Þór.
10. þátturinn af þríhjólinu kominn í loftið og það verður að teljast ánægjulegur áfangi. Í sófann settist Helgi Berg Friðþjófsson sem er hokinn af reynslu og klárlega einn besti tæknilegi hjólreiðamaður landsins margfaldur Íslandsmeistari í Downhill og fleiri hjólreiðum. Virkilega áhugavert spjall og áttum við í vandræðum með að hætta.
Þríhjólið er í bóði Sportval og Craft.
Intró - Þess vegna erum við hér í kvöld - með Fjallbræðurm, Magnúsi Þor Sigmundssyni og Jónasi Sig.
Lag og texti - Magnús Þór.
9. þátturinn af Þríhjólinu og nú er það Síminn Cyclothon sem er umræðu efnið en Magnús Ragnarson sem er einn af framkvæmdastjórunum hjá Símanum og einn af stofnendum WOW Cyclothon sestist í sófann og spjölluðum við um tilurð WOW Cyclthon og svo það sem skiptir mestu máli Síminn Cyclthon eins og það mun heita núna. Margar virkilega áhugaverðar hugmyndir sem Magnús hefur varðandi þróunina í Cyclothoninu og mæli ég með að allir sem sem eru að hugsa um taka þátt hlusti.
Þríhjólið er í bóði Sportval og Craft.
Intró - Þess vegna erum við hér í kvöld - með Fjallbræðurm, Magnúsi Þor Sigmundssyni og Jónasi Sig.
Lag og texti - Magnús Þór.
8. þátturinn af þríhjólinu og nú er hún Sesselja Traustadóttir komin í spjall. En Sesselja lifir og hræist í hjólaheiminum og þá aðalega út frá samgönguhjólreiðum og öllu því tengdu, Hún er framkvæmdastýra Hjólafærni og DR. Bike , Hvetur fyrirtæki til að fá hjólavottun og hugsa um hjólandi starfsmenn og viðskiptavini. Kennir öllum sem vilja að gera við hjóla og svo er hún með óbilandi áhuga á rafmangshjólum svo er líka viriklega gaman að spjalla við hana.
Þríhjólið er í bóði Sportval og Craft.
Intró - Þess vegna erum við hér í kvöld - með Fjallbræðurm, Magnúsi Þor Sigmundssyni og Jónasi Sig.
Lag og texti - Magnús Þór.
7. Þáttur af Þríhjólinu, Hún Arna Sigríður Albertsdóttir handhjólari og tilvonandi ólympíufari settist í sófann. Arna lenti í alvarlegu skíðaslysi þegar hún var 16 ára þar sem hún hlaut mænu skaða og er því í hjólastól í dag. Arna stefnir á að verða fyrsti íslendingurinn sem keppir í handhjólreiðum á ólympíuleikunum í Japan á þessu ári. Við áttum mjög gott spjall um ýmislegt sem tengist bæði hjólreiðum og því hvernig ung stelpa í blóma lífsins tekst á við svona áfall.
Þríhjólið er í bóði Sportval og Craft.
Intró - Þess vegna erum við hér í kvöld - með Fjallbræðurm, Magnúsi Þor Sigmundssyni og Jónasi Sig.
Lag og texti - Magnús Þór.
The podcast currently has 16 episodes available.