Spegillinn 11.082020
Umsjónarmaður: Bergljót Baldursdóttir
Sóttvarnalæknir boðar tilslökun á tveggja metra reglu innan veggja skólanna. Þar verður miðað við einn metra á milli fólks. Áfram verður miðað við hundrað manna samkomutakmarkanir. Rætt við Þórólf Guðnason, sóttvarnarlækni
Sóttvarnalæknir segir að það komi ekki á óvart að lagt sé til að Ísland fari á lista yfir svokölluðu rauð lönd. Hann bendir á að nokkur smit hér á landi vegi mun þyngra en í fjölmennari löndum. Hann telur að það það sé að takast að ná böndum á faraldurinn hér. Þá ættu smitum að fækka hratt o líklegt að Ísland verði fljótt tekið af rauðum listum. Arnar Páll Hauksson, ræddi við Þórólf Guðnason, sóttvarnarlækni
Stjórnvöld þurfa að gera heildarúttekt á áhrifum opinna landamæra á Ísland - ekki aðeins á ferðaþjónustuna, segir Guðrun Johnsen, efnahagsráðgjafi VR og hagfræðingur hjá Rannsóknastofnuninni CEP í Sviss. Veirufaraldurinn hefur haft gríðarleg áhrif á samfélög víða um heim en efnahagskerfi og ekki síst heilbrigðiskerfi landa ráða mis vel við faraldurinn. Bergljót Baldursdóttir talaði við Guðrúnu.
Íslendingar og Færeyingar verða framvegis að fara í 14 daga sóttkví við komu til Grænlands. Landsstjórnin í Nuuk tilkynnti í dag að farþegar frá Færeyum og Íslandi væru ekki lengur undanþegnir reglum um sóttkví vegna fleiri kórónaveirusmita í löndunum. Frá þessu er skýrt í grænlenska blaðinu Sermitsiaq.
Yfirlögregluþjónn hjá Almannavörnum segir líklegra að íþróttafólk smitist af COVID-19 utan íþróttanna en í þeim. Ef snertiíþróttir fullorðinna verði leyfðar á ný sé ábyrgðin á að forðast smit sett á herðar íþróttafólksins. Rætt við Víði Reynisson, yfirlögregluþjón hjá Almannavörnum
Rússar tilkynntu í morgun að þar í landi hefði fyrsta bóluefni heimsins gegn Covid-19 verið skráð. Ríkar kröfur eru gerðar við framleiðslu nýrra bóluefna en á annað hundrað efna eru í rannsóknarferli.
Sala á veiðileyfum í sumar hefur gengið betur en á horfðist í vor. Mikil veiði hefur verið í Eystri-Rangá og Hofsá virðist vera að sækja í sig veðrið á ný. Rætt við Jón Helga Björnsson formann Landsambands veiðifélaga