Spegillinn

Togari í eigu íslenskrar útgerða tekin venga gruns um ólöglegar veiðar


Listen Later

Rafmagnsleysi og fjarskiptavandræði gera fólki lífið leitt á Norðurlandi. Viðgerðir standa enn á línum og tengivirkjum. Margir reiða sig á varaafl á meðan.
Alls hafa um ellefu þúsund íbúar á um 7600 heimilum glímt við rafmagnsleysi. Þetta sagði forsætisráðherra á Alþingi í dag. Rafmagnsleysið sé það langvinnasta og umfangsmesta sem orðið hafi.
Senegalski sjóherinn færði aðfaranótt mánudags verksmiðjutogarann Navigator til hafnar í höfuðborginni Dakar vegna gruns um ólöglegar veiðar. Skipið er gert út af útgerðarfélaginu Úthafsskipum í Hafnarfirði.
Hátt í 80 hross drápust í óveðrinu í Húnavatnssýslum. Óttast er um afdrif meira en 100 hrossa til viðbótar.
Kyrrsetning Boeing 737 MAX flugvélanna dregst á langinn. Icelandair gerir nú ráð fyrir að þær fari í loftið í maí á næsta ári.
Erlendir ríkisborgarar hér á landi eru nú orðnir nærri 50 þúsund samkvæmt tölum frá Þjóðskrá.
Forstöðumaður hjá Póst og fjarskiptastofnun segir að ef ákvörðun verður tekin um að almennu fjarskiptakerfin eigi að virka sem öryggisfjarskiptakerfi fyrir landsmenn þá þurfi fjármagn til að byggja þau upp. Engin sérstök lög eru til um öryggisfjarskiptakerfin. Arnar Páll Hauksson talar við Þorleif Jónasson hjá Póst og fjarskiptastofnun.
Kosningabaráttunni er lokið, nú kemur að því að efna slagorðin. Boris Johnson forsætisráðherra Breta vill róttækar aðgerðir en allt óljóst um nákvæmlega hvað hann ætlar að gera. Kannski táknrænt að pundið styrktist þegar styrkur meirihluti Íhaldsflokksins lá fyrir en hefur svo veikst aftur að sama skapi, því Brexit-vegferðin gæti enn endað í samningslausri útgöngu. Óvissan um sýn og stefnu forsætisráðherra, bæði um Brexit og annað, svífur yfir vötnunum. Sigrún Davíðsdóttir segir frá.
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra, segir óásættanlegt að ríki heims geti ekki komist að niðurstöðu í jafn mikilvægum málum og loftslagsmálum. Hann er fylgjandi því að fyrirkomulagi viðræðna á loftslagsráðstefnum Sameinuðu þjóðanna verði breytt þannig að meirihluti ríkja geti tekið ákvarðanir, einstök ríki geti þá ekki staðið í vegi fyrir öðrum. Arnhildur Hálfdánardóttir ræðir við Guðmund Inga.
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

SpegillinnBy RÚV

  • 4.7
  • 4.7
  • 4.7
  • 4.7
  • 4.7

4.7

6 ratings


More shows like Spegillinn

View all
Vikulokin by RÚV

Vikulokin

8 Listeners

Í ljósi sögunnar by RÚV

Í ljósi sögunnar

465 Listeners

Dr. Football Podcast by Hjörvar Hafliðason

Dr. Football Podcast

145 Listeners

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars by Helgi Jean Claessen

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars

89 Listeners

Heimskviður by RÚV

Heimskviður

23 Listeners

Heimsglugginn by RÚV

Heimsglugginn

8 Listeners

70 Mínútur by Hugi Halldórsson

70 Mínútur

26 Listeners

Ein Pæling by Thorarinn Hjartarson

Ein Pæling

10 Listeners

Podcast með Sölva Tryggva by Sölvi Tryggvason

Podcast með Sölva Tryggva

76 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

31 Listeners

Chess After Dark by Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson

Chess After Dark

20 Listeners

Þetta helst by RÚV

Þetta helst

4 Listeners

Spursmál by Ritstjórn Morgunblaðsins

Spursmál

10 Listeners

Komið gott by Komið gott

Komið gott

22 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

7 Listeners