Spegillinn

Tveirhandteknir í morðmáli í dag


Listen Later

Tveir voru handteknir í dag vegna rannsóknarinnar á morðinu í Rauðagerði í Reykjavík. Þeir sem sitja í gæsluvarðhaldi eru frá Íslandi, Spáni, Albaníu og Litháen.
Það er nýr veruleiki hér á landi, að menn séu myrtir með köldu blóði fyrir utan heimili sitt. Þetta segir Helgi Gunnlaugsson, afbrotafræðingur.
Saksóknari krafðist þess í Landsrétti í dag að æðstu stjórnendur Kaupþings fyrir hrun yrðu dæmdir vegna lánveitinga til vildarviðskiptavina bankans. Hann vill að refsiramminn verði fullnýttur en viðurkenndi að vegna þess hversu langt er liðið frá upphafi málsins verði refsingin skilorðsbundin.
Aldrei hefur verið leitað til foreldra um lausnir eða samráð við framkvæmdir, segir Björn Steinbekk, faðir drengs sem veiktist illa við að stunda nám í Fossvogsskóla.
Flugvirkjar eru mjög ósáttir við úrskurð gerðardóms um kjaramál þeirra. Þeir segja að niðurstaðan sé verri en sú versta hugsanlega. Gerðardómur fellst ekki á kröfu flugvirkja hjá Landhelgisgæslunni um að kjarasamningur þeirra við ríkið verði tengdur aðalsamningi þeirra við Icelandair. Það hafi í raun verið bannað samkvæmt lögum frá 2006. Arnar Páll Hauksson talar við Sverri Jónsson og Guðmund Úlfar Jónsson.
Lögreglan verður að komast að því hvað gerðist þegar maður var skotinn til bana fyrir utan heimili sitt við Rauðagerði í Reykjavík um helgina. Þetta segir Helgi Gunnlaugsson, afbrotafræðingur og prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands. Hann segir að það sé nýr veruleiki hér á landi, að menn séu myrtir með köldu blóði fyrir utan heimili sitt. Leiðin til þess að koma í veg fyrir að svona endurtaki sig, sé að draga úr eftirspurn eftir fíkniefnum. Það auki hins vegar ekki öryggi borgaranna að vopnavæða almenna lögreglumenn. Jóhann Bjarni Kolbeinsson ræddi við Helga um morðið í Rauðagerði.
Næst á eftir Ísrael hefur hvergi verið bólusett hærra hlutfall af landsmönnum en í Bretlandi. Í ágúst er þess vænst að búið verði að bólusetja alla Breta tvisvar sinnum. Hægt og bítandi er því að verða til bæði þekking á og reynsla af þeim bóluefnum, sem eru notuð, en mörgum Bretum finnst ganga hægt að upplýsa um hvað verði svo.
Sigrún Davíðsdóttir segir frá.
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

SpegillinnBy RÚV

  • 4.7
  • 4.7
  • 4.7
  • 4.7
  • 4.7

4.7

6 ratings


More shows like Spegillinn

View all
Vikulokin by RÚV

Vikulokin

6 Listeners

Í ljósi sögunnar by RÚV

Í ljósi sögunnar

477 Listeners

Dr. Football Podcast by Hjörvar Hafliðason

Dr. Football Podcast

146 Listeners

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars by Helgi Jean Claessen

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars

90 Listeners

Heimskviður by RÚV

Heimskviður

24 Listeners

Heimsglugginn by RÚV

Heimsglugginn

13 Listeners

70 Mínútur by Hugi Halldórsson

70 Mínútur

26 Listeners

Ein Pæling by Thorarinn Hjartarson

Ein Pæling

11 Listeners

Podcast með Sölva Tryggva by Sölvi Tryggvason

Podcast með Sölva Tryggva

73 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

26 Listeners

Chess After Dark by Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson

Chess After Dark

20 Listeners

Þetta helst by RÚV

Þetta helst

5 Listeners

Spursmál by Ritstjórn Morgunblaðsins

Spursmál

10 Listeners

Komið gott by Komið gott

Komið gott

32 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

6 Listeners