Dómsmálaráðuneytið þarf að útskýra hvers vegna það áminnti ekki Harald Johannessen, ríkislögreglustjóra, þótt hann hafi gerst sekur um ámælisverða framgöngu í starfi.
Breska þingið kom aftur saman í dag eftir að hæstiréttur Bretlands úrskurðaði þinghlé Johnsons ólöglegt í gær.
Bandaríkjaforseti segir að ákvörðun Demókrata um að láta rannsaka embættisfærslur hans sé heimatilbúin krísa. Útskrift var birt í dag á símtali hans og forseta Úkraínu.
Gólf Lagarfljótsbrúar milli Egilsstaða og Fellabæjar er orðið mjög lélegt og málmgrindur sem hlífa því götóttar. Rekstrarstjóri Dekkjahallarinnar á Egilsstöðum segir að einn til tveir á dag sprengi dekk þegar brot og hlutir úr brúnni stingast í dekkin.
Hlýnun á norðurskautssvæðinu hefur verið yfir tvöfalt meiri en að meðaltali á jörðinni síðustu tvo áratugi. Grænlandsjökull hefur rýrnað árlega um 280 milljarða tonna.
Hrafnhildur Hannesdóttir jöklafræðingur og Halldór Björnsson hópstjóri loftslagsrannsókna, sem bæði starfa á Veðurstofu Íslands ræddu málið við Arnar Pál Hauksson.
Innflutningur á bragðbættu vatni, gosdrykkjum og óáfengu öli hefur aukist mikið á síðustu tveimur árum. Stærstu drykkjarframleiðendurnir á Íslandi, Ölgerðin og CCEP, áður Vífilfell, fara ólíkar leiðir í innflutningi og framleiðslu. Arnhildur Hálfdánardóttir ræðir við Andra Þór Guðmundsson, forstjóra Ölgerðarinnar og Stefán Magnússon, sölustjóra hjá CCEP