Björn Þór Sigbjörnsson og Sigríður Halldórsdóttir ræddu við Boga Ágústsson í Heimsglugganum um stríðið í Úkraínu. Þau ræddu einnig mögulega aðild Finna og Svía að NATO en flestir fréttaskýrendur telja líklegt að þjóðirnar sækist eftir inngöngu í bandalagið á næstu vikum. Þá heyrðum við viðtal Boga við Rasmus Gjedssø Bertelsen. Rasmus er prófessor og alþjóðastjórnmálafræðingur og hann telur að aðild Finna og Svía að Atlantshafsbandalaginu gæti aukið spennu og vígbúnaðarkapphlaup við Eystrasaltið. Æskilegt væri að Rússum fyndist sér ekki ógnað. Bertelsen minnir á að Danir og Norðmenn hafi lýst yfir er löndin voru meðal stofnaðila NATO að hvorki erlendur her né kjarnorkuvopn yrðu í löndunum. Slík yfirlýsing væri óraunhæf nú vegna ástandsins í alþjóðamálum.