Gestir þáttarins eru Una Hildardóttir, forseti Landssamtaka ungmennafélaga og varaþingmaður Vg, Eygló Harðardóttir, matreiðslunemi og fyrrverandi ráðherra, og Þóroddur Bjarnason, prófessor í félagsfræði við Háskólann á Akureyri. Rætt var um að níu af ellefu ráðherrar eru komnir í smitgát, stefnumót Þórdísar Kolbrúnar R. Gylfadóttur ráðherra við vinkonur sínar sem dró dilk á eftir sér, gagnrýni á sóttvarnaraðgerðir, samráðsfund um langtímaaðgerðir, atvinnuástand og hugsanleg tækifæri.
Umsjón: Bergsteinn Sigurðsson
Tæknimaður: Mark Eldred