Veirufræðideild Landspítalans getur greint Wuhan-kórónaveirusmit innan nokkurra klukkustunda ef þörf krefur en fjöldi prófana sem hægt er að gera hér er takmarkaður. Yfirvöld í Kína hafa viðurkennt að þau hafi ekki brugðist nógu skjótt við þegar veiran tók að dreifast undir lok árs í fyrra. Alma Ómarsdóttir talaði við Brynju Ármannsdóttur sérfræðilækni í sýkla- og veirufræði á Landspítalanum.
Það er skýr vilji stjórnvalda að taka tillit til hagsmuna barna í útlendingalöggjöfinni. Þetta segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra, Jóhann Bjarni Kolbeinsson ræddi við hana.
Vilji er til þess á Íslandi að viðurlög við broti á siðareglum Alþingismanna séu væg, segir Jacopo Leone sérfræðingur ÖSE. Tveir fulltrúar ÖSE verða hér í dag og á morgun til að veita ráðgjöf um endurskoðun siðareglna Alþingis. Sigríður Dögg Auðunsdóttir ræddi við Jacopo Leone.
Lagt er til að völd lyfjanefndar Landspítalans verði aukin í nýju frumvarpi að lyfjalögum sem nú liggur fyrir á Alþingi. Samkvæmt því ákveður nefndin hvaða lyf verða markaðssett á Íslandi. Jakob Falur Garðarsson, framkvæmdastjóri samtaka framleiðenda frumlyfja segir að með þessu sé spítalinn settur í erfiða stöðu. Bergljót Baldursdóttir tók saman.
---
Efling segir að umframhækkanir sem ríkið samdi um við háskólamenn séu sambærilegar kröfum Eflingar til handa þeim lægstlaunuðu. Hvergi sé minnst á þessar aukahækkanir í kjarasamningum háskólamanna. Arnar Páll Hauksson ræddi við Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóra Eflingar.
Þingmenn spurðu dómsmálaráðherra um styttingu málsmeðferðartíma og lög um útlendingamál í óundurbúnum fyrirrspurnum við upphaf þingfundar. Logi Már Einarsson (S), Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (C), Helgi Hrafn Gunnarsson (P) beindu spurningum til Áslaugar Örn Sigurbjörnsdóttur, dómsmálaráðherra.
Brexit er búið, eða Boris Johnson forsætisráðherra Breta nefnir ekki lengur orðið, þótt síðari og erfiði hluti Brexit blasi nú við.