Claus Hjort Frederiksen, fyrrverandi fjármála- og varnarmálaráðherra Danmerkur og þungavigtarmaður í stjórnarflokknum Venstre, hefur verið ákærður fyrir brot á hegningarlagaákvæðinu um landráð. Saksóknarar hafa ekkert gefið upp um sakargiftir. Fréttaskýrendur telja líklegast að Frederiksen sé talinn hafa brotið lög þegar hann staðfesti í sjónvarpsviðtali að fréttir um hleranir bandarísku njósnastofnunarinnar NSA hefðu átt við rök að styðjast. Frederiksen vísar því algerlega á bug að hafa ljóstrað upp um ríkisleyndarmál eða skaðað Danmörku.
Gísli Tryggvason, landsdómslögmaður, hefur jafnframt málflutningsréttindi í Danmörku, er menntaður að hluta þar í landi og fylgist mjög vel með dönskum stjórnmálum. Og þegar saman fer athyglisvert dómsmál og stjórnmál vekur það sérstaka athygli Gísla. Mál Claus Hjorts Frederiksens er slíkt mál. Gísli var gestur Morgunvaktarinnar á Rás 1 á þeim tíma sem Heimsglugginn er venjulega. Umsjónarmaður Heimsgluggans, Bogi Ágústsson og Björn Þór Sigbjörnsson ræddu við Gísla um mál Claus Hjorts Frederiksens.
Að loknu viðtalinu við Gísla þótti við hælfi að leika Du er ikke alene (Þú ert ekki einn) með danska tónlistarmanninum Sebastian.