Iðnaðarráðherra segir álverið í Straumsvík skipta miklu máli fyrir íslenskt efnahagslíf, en ráðherra hafi ekki áhrif á samninga um raforkuverð.
Stjórn Sorpu ákvað í dag að reka framkvæmdastjóri fyrirtækisins. Stjórnarformaður segir að það sé eigendanna en ekki stjórnarinnar að ákveða hvort hún sitji áfram.
Veðurstofan hefur hækkað viðvörunarstig vegna óveðursins á föstudag úr gulu í appelsínugult.
Spáð er miklum vindi, allt að 33 metrum á sekúndu.
Norski bankinn DNB hefur sagt upp öllum viðskiptum sínum við Samherja.
Stjórnvöld í Ísrael fordæma að Sameinuðu þjóðirnar hafi birt lista yfir á annað hundrað fyrirtæki sem starfa í landtökubyggðum á herteknu svæðunum. Listanum er fagnað í Palestínu.
Kostnaður ríkisins vegna styttingar vinnuvikunnar hjá vaktavinnufólki gæti numið þremur til fjórum milljörðum króna. Vonir standa til að samkomulag náist á næstu dögum. Stytting úr 40 stundum í 36 þýðir að manna þarf sem nemur 450 nýjum stöðugildum. Formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, segir að þetta séu mestu breytingar á vinnumarkaði sem gerðar hafa verið í áratugi. Arnar Páll Hauksson segir frá og talar við Guðbjörgu Pálsdóttur.
Vinna við áhættumat fyrir Reynisfjöru hefur tafist. Áhættumatið er forsenda þess að hægt verði að loka fjörunni þegar aðstæður teljast mjög hættulegar. Verkefnastjóri almannavarna hjá lögreglustjóranum á Suðurlandi útilokar ekki að komið verði upp vakt í fjörunni en segir að til þess þyrfti viðbótarfjármagn.
Arnhildur Hálfdánardóttir segir fá og talar við Björn Inga Jónsson.
Norðmenn telja að ríki og þjóð stafi stöðugt meiri ógn frá Rússlandi og raunar frá Kína einnig. Hún Rússagrýla er vöknuð og fer með vaxandi látum um norðurslóðir - segja yfirvöld í Noregi. Ný vopn eru kynnt til sögunnar og Rússar ítreka efasemdir sínar um stjórn Norðmanna á Svalbarða. Gísli Kristjánsson segir frá.