Spegillinn 11. janúar 2023
Umsjónamaður: Hafdís Helga Helgadóttir
Tæknimaður: Mark Eldred
Atvinnurekendur geta gripið til verkbanns, að senda launalaust fólk heim, til að bregðast við verkföllum. Framkvæmdastjóri Kynnisferða segist styðja verkbann ákveði Samtök atvinnulífsins að fara þá leið.
Flóttafólk hefur nú þegar komið sér fyrir í húsi sem Grindarvíkurbær segir Vinnumálastofnun hafa leigt undir fólkið í leyfisleysi. Grindavíkurbær og Vinnumálastofnun greinir á um heimild stofnunarinnar að hýsa flóttamenn á hóteli í bænum.
Loftmengun í Reykjavík er nú yfir heilsuverndarmörkum. Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg segir að áfram sé gert ráð fyrir slæmum loftgæðum.
Pakkaferðir á heimsmeistaramótið í handbolta hafa rokselst. Gríðarlegur áhugi er á íslenska karlalandsliðinu, sem leikur sinn fyrsta leik á mótinu gegn Portúgal á morgun.
120 ferðamenn voru lagðir inn á sjúkrahúsið á akureyri á síðasta ári. Sjúkrahúsið hefur aldrei sinnt eins mörgum erlendum ferðamönnum og á nýliðnu ári.
Snjóflóðaratsjá Veðurstofunnar á Flateyri nam allstórt flóð sem féll í Miðhryggsgili, innan við Flateyri, í gærkvöld. Flóðið stöðvaðist um fjörutíu metra ofan við veg.
Lögregla í Brasilíu hefur aukið viðbúnað eftir að fylgismenn Jairs Bolsonaro Brasilíuforseta boðuðu til mótmæla í helstu borgum landsins á morgun.
-------------------------------------------------------
Staðan í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins er þröng eftir að Efling sleit viðræðum í gær. Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, vinnumarkaðsfræðingur og dósent við Háskóla Íslands veltir fyrir sér hvort æskilegt væri að sáttasemjari hefði heimild til að fresta verkfalli í stað þess að Alþingi gripi inn í vinnudeilur með lagasetningu. Reglur um verkfallsboðun eru skýrar. Anna Kristín Jónsdóttir ræddi við Gylfa Dalmann Aðalsteinsson.
Vandi Landspítalans og bráðamóttökunnar hefur varla farið fram hjá nokkrum manni. Hvorki að undanförnu né undanfarin ár, jafnvel áratugi. Líkt og vandamálið sjálft, er lausnin auðsjáanleg. Nokkuð sem tíðrætt hefur verið um í áraraðir. Það er yfirfull nýting á leguplássum spítalans vegna fráflæðisvanda eða útskriftarvanda aldraðra. Eldra fólk sem kemur til aðhlynningar á spítalann en kemst ekki þaðan út, jafnvel svo mánuðum skiptir, vegna skorts á úrræðum fyrir þau. Öldruðum kemur til með að fjölga hratt á næstu áratugum. Hafdís Helga Helgadóttir talaði við Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra um stöðuna.
Evrópusambandið og Atlantshafsbandalagið ætla að stofna sérsveit sem ætlað er að koma í veg fyrir að skemmdir verði unnar