Spegillinn

Verkbann, nándarhryðjuverk og kynferðisofbeldi áhrifavalda


Listen Later

Samtök atvinnulífsins samþykktu verkbann á alla félaga í Eflingu með miklum meirihluta atkvæða. Verkbann tekur gildi eftir rúma viku.
Lögreglustjórinn á Austurlandi hvetur fólk á svæðinu til þess að auka meðvitund sína um mögulegt Öskjugos og kynna sér leiðbeiningar.
Leiðtogar níu Atlantshafsbandalagsríkja í Austur-Evrópu heita hver öðrum stuðningi ef hernaðarógn steðjar að í ríkjum þeirra. Þeir hittust á fundi í Varsjá í dag.
Næsta Me-too vakning þyrfti að varpa ljósi á ofbeldi í nánum samböndum, að mati prófessors við Háskólann á Akureyri. Hún segir of margar konur hér á landi búa við lífshættulegt ofbeldi sem haldið sé leyndu ævilangt.
Minningargreinar eru bókmenntaverk og því ekki hægt að birta þær að hluta eða heild nema með leyfi höfundar. Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Reykjaness vegna skrifa Mannlífs upp úr minningargrein sem birtist í Morgunblaðinu.
-----
Leiðtogar níu NATÓ-ríkja í Austur-Evrópu, eða Búkarest níu hópurinn svonefndi, kom saman í Varsjá í Póllandi í dag í tilefni þess að senn er eitt ár liðið frá innrás Rússa í Úkraínu. Sérstakir gestir leiðtogafundarins voru Joe Biden Bandaríkjaforseti og Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATÓ.Búkarest-hópurinn var settur á laggirnar að undirlagi Pólverja og Rúmena eftir að Rússar innlimuðu Krímskagann árið 2015. Auk þeirra eru í hópnum Eistland, Lettland, Litháen, Ungverjaland, Slóvakía, Tékkland og Búlgaría. Þau eru ýmist fyrrverandi hluti af Sovétríkjunum eða voru með þeim í Varsjárbandalaginu, hernaðarbandalagi kommúnistaríkja í Austur-Evrópu á dögum kalda stríðsins.
Prófessor við Háskólann á Akureyri telur þörf á vakningu hér á landi um alvarlegustu tegund ofbeldis í nánum samböndum, svokölluð nándarhryðjuverk. Í nýrri rannsókn sögðu íslenskar konur frá lífshættulegu ofbeldi af hendi maka síns í fyrsta sinn.
Einni helstu samfélagsmiðlastjörnu Svíþjóðar hefur verið hent út af Youtube, vegna kynferðislegra tilburða gagnvart barnungum aðdáendum. Áhrifavaldurinn var með hátt í tvö hundruð þúsund fylgjendur þar, en hefur nú flutt sig á aðra samfélagsmiðla.
Umsjón: Bjarni Rúnarsson.
Tæknimaður: Mark Eldred.
Stjórn fréttaútsendingar: Valgerður Þorsteinsdóttir.
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

SpegillinnBy RÚV

  • 4.7
  • 4.7
  • 4.7
  • 4.7
  • 4.7

4.7

6 ratings


More shows like Spegillinn

View all
Vikulokin by RÚV

Vikulokin

8 Listeners

Í ljósi sögunnar by RÚV

Í ljósi sögunnar

470 Listeners

Dr. Football Podcast by Hjörvar Hafliðason

Dr. Football Podcast

149 Listeners

Steve Dagskrá by Steve Dagskrá

Steve Dagskrá

24 Listeners

Heimskviður by RÚV

Heimskviður

28 Listeners

Heimsglugginn by RÚV

Heimsglugginn

11 Listeners

70 Mínútur by Hugi Halldórsson

70 Mínútur

24 Listeners

Ein Pæling by Thorarinn Hjartarson

Ein Pæling

11 Listeners

Podcast með Sölva Tryggva by Sölvi Tryggvason

Podcast með Sölva Tryggva

70 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

30 Listeners

Chess After Dark by Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson

Chess After Dark

9 Listeners

Þetta helst by RÚV

Þetta helst

7 Listeners

Spursmál by Ritstjórn Morgunblaðsins

Spursmál

14 Listeners

Komið gott by Komið gott

Komið gott

27 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

7 Listeners