Spegillinn

Verkfalli flugvirkja lokið


Listen Later

Fyrstu umræðu á Alþingi um lög á verkfall flugvirkja er lokið. Flugvirkjar segja að lagasetningin fari gegn stjórnarskrárvörðum réttindum þeirra og gagnrýna að ekki hafi verið haft samráð við þá í aðdraganda lagasetningar. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra sagði á Alþingi að hún hyefði ekki talað beint við deilendur og teldi það enda óeðlileg afskipti. En hún hefði fylgst náið með stöðu mála, það skylda hennar til að tryggja öryggi landsmanna.
Það er Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra áhyggjuefni hve margir hafa smitast undanfarið af kórónuveirunni. Anna Lilja Þórisdóttir tók saman.
Jólaundirbúningurinn verður að vera með öðru sniði en vant er segir Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að forðast verði hópamyndun á aðventunni. Anna Lilja Þórisdóttir tók saman.
Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, segir að ekki verði fallið frá áformum um að halda hluta jólaprófa.
Fremsti kjarnorkuvísindamaður Írans, Mohsen Fakh-riza-deh að nafni, var ráðinn af dögum í dag. Hann var yfirmaður rannsókna- og þróunarstofnunar íranska varnarmálaráðuneytisins. Ásgeir Tómasson sagði frá.
Innkalla þurfti alla framleiðslu eggjabúsins Landnámseggs í Hrísey þar sem hátt gildi díoxíðs mældist í eggjunum. Ástæðan er talin mengun í jarðvegi sem rekja má til eldsvoðans í Hrísey í vor. Ágúst Ólafsson sagði frá.
Innyfli svína flugu um þingsal á Taívan þegar þingmenn stjórnarandstöðuflokksins Kuomintang mótmæltu ákvörðun stjórnarinnar í Taipei að slaka á takmörkunum um innflutning á svínakjöti frá Bandaríkjunum. Kristján Róbert Kristjánsson sagði frá.
----
Í greinargerð með frumvarpi dómsmálaráðherra kemur fram að náist ekki að semja fyrir 4. janúar tilnefni Hæstiréttur í gerðardóm sem hafi þá tíma til 17. febrúar að ákveða kaup og kjör. Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, dósent við Háskóla Íslands segir að lagasetning vegna verkfalls flugvirkja komi ekki á óvart, lagasetningu hafi verið beitt margoft á undanförnum árum. Hann telur að lög um Landhelgisgæsluna þar sem sumir starfsmenn hafi verkfallsrétt en aðrir ekki vekja spurningar. Anna Kristín Jónsdóttir ræddi við hann.
Óskar Reykdalsson, forstjóri heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu segir að byrjað sé að undirbúa hvernig staðið verður að bólusetningu gegn Covid-19. Til greina komi að leigja stórar skemmur til að auðvelda verkið. Arnar Páll Hauksson ræddi við hann.
Í vor stöðvaði veirufaraldurinn lífið jafnt í stórborgum sem smábæjum. Götur sem áður voru iðandi af lífi allan sólarhringinn urðu auðar allan sóla
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

SpegillinnBy RÚV

  • 4.7
  • 4.7
  • 4.7
  • 4.7
  • 4.7

4.7

6 ratings


More shows like Spegillinn

View all
Vikulokin by RÚV

Vikulokin

6 Listeners

Í ljósi sögunnar by RÚV

Í ljósi sögunnar

457 Listeners

Dr. Football Podcast by Hjörvar Hafliðason

Dr. Football Podcast

144 Listeners

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars by Helgi Jean Claessen

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars

88 Listeners

Heimskviður by RÚV

Heimskviður

22 Listeners

Heimsglugginn by RÚV

Heimsglugginn

8 Listeners

70 Mínútur by Hugi Halldórsson

70 Mínútur

25 Listeners

Ein Pæling by Thorarinn Hjartarson

Ein Pæling

9 Listeners

Podcast með Sölva Tryggva by Sölvi Tryggvason

Podcast með Sölva Tryggva

74 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

30 Listeners

Chess After Dark by Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson

Chess After Dark

20 Listeners

Þetta helst by RÚV

Þetta helst

3 Listeners

Spursmál by Ritstjórn Morgunblaðsins

Spursmál

11 Listeners

Komið gott by Komið gott

Komið gott

23 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

6 Listeners