Sonja Ýr Þorbergsdóttir formaður BSRB segir að ef ekki verði gengið til kjarasamninga strax verði næsta skrefið að boða til verkfalla sem geti lamað almannaþjónustuna. Þetta kom fram á baráttufundi í dag
Þrotabú WOW hefur ákveðið að höfða á annan tug riftunarmála vegna greiðslna sem langflestar voru gerðar í mars í fyrra, greiðslur sem skiptastjórar þrotabúsins telja að hafi verið gerðar á mjög vafasömum tíma í ljósi stöðu fyrirtækisins.
Lögmaður Guðjóns Skarphéðinssonar segir að greiðslur ríkisins til fimmmenninganna sem sýknaðir voru í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu breyti engu um bótakröfu Guðjóns. Hann býst við að málflutningur hefjist innan 10 vikna.
Skotar hafa lýst yfir vilja til að styrkja tengsl Skotlands og Norðurlanda í kjölfar útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu.
Útgefendur 22ja fjölmiðla í Svíþjóð skrifuðu í dag undir skjal, þar sem þeir mótmæla árásum kínverskra stjórnvalda á sænska fjölmiðla.
Bíó Paradís þyrfti að greiða tvöfalt hærri leigu en nú til að vera áfram við Hverfisgötu. Öllu starfsfólki hefur verið sagt upp.
Arnar Páll Hauksson ræðir við Sonju Ýr Þorbergsdóttur formann BSRB um stöðuna í kjaramálum.
Eftir ESB-þjóðaratkvæðagreiðsluna sumarið 2016 stefndi Boris Johnson, þáverandi utanríkisráðherra á áframhaldandi veru Breta í sameinaða markaðnum enda myndu ESB-löndin gera allt fyrir jafn stóra og mikilvæga þjóð og Breta væru. Stefna Johnsons forsætisráðherra nú er að ná kostum ESB-aðildar utan ESB, sem fyrr í krafti stærðar og mikilvægis. Í huga Leo Varadkars forsætisráðherra Íra er veruleikinn annar. En ef fiskveiðimálin verða ásteytingarsteinn, eins og stefnir í, þá gæti stærð skipt minna máli en tilfinningar. Sigrún Davíðsdóttir segir frá.
Japanar voru lengst af miklar hópsálir en nú eru einstæðingar orðnir normið. Karókí fyrir einn hefur slegið rækilega í gegn, knæpur og veitingahús gera ráð fyrir einstæðingum í stríðum straumum og þeim fjölgar stöðugt sem búa einir og kjósa að lifa í samræmi við það. Pálmi Jónasson segir frá.