Spegillinn

Verkföll, orkubylting og lögregluhneyksli


Listen Later

Sakborningar í hryðjuverkamálinu ræddu sín á milli um að aka á mannfjölda í gleðigöngunni í Reykjavík. Sérfræðingar Evrópulögreglunnar töldu árás yfirvofandi.
Framkvæmdastjóri N4 á Akureyri segir það hafa verið fyrir tilstuðlan þingmanns Framsóknar frá Akureyri, sem hún sendi 100 milljón króna styrkbeiðni til fjárlaganefndar. Mágur framkvæmdastjórans þvertekur fyrir að hafa verið vanhæfur í málinu.
Stjórnvöld heims eru langt frá því að ná markmiði um að halda hlýnun harðar innan einnar og hálfrar gráðu. Nýtt stöðumat Loftslagsráðs leiðir í ljós að stjórnvöld hér á landi þurfi að spýta verulega í lófana.
Hjúkrunarfræðingar í Bretlandi segjast vera að kikna undan álagi. Á annað hundrað þúsund lögðu niður störf í dag.
Kjarnasamruni sem bandarískir vísindamenn greindu frá í vikunni á skilið nóbelsverðlaun og gæti umbylt orkugeiranum. Þetta segir orkumálastjóri. Enn sé þó langur vegur í að hægt sé að hagnýta aðferðina.
----
Yfir eitt hundrað þúsund hjúkrunarfræðingar á Englandi, Norður-Írlandi og í Wales eru í eins sólarhrings verkfalli til að mótmæla bágum kjörum og ófullnægjandi vinnuaðstæðum. Stéttarfélag þeirra Royal College of Nursing eða RCN fer fram á 19,2 prósenta launahækkun. Stjórnvöld segja kröfurnar taka út yfir allan þjófabálk og býður fjögurra prósenta hækkun. Ásgeir Tómasson fjallar um málið.
Kjarnasamruninn sem vísindamenn í Bandaríkjunum greindu frá á þriðjudag er einstakt vísindaafrek sem gæti lagt grunn að byltingu í orkuframleiðslu, segir orkumálastjóri. Enn er þó langur vegur í að hægt verði að hagnýta hann. Blásið var í lúðra í Kaliforníu á þriðjudag þegar vísindamenn greindu frá því að þeim hefði í fyrsta sinn tekist að beita svokölluðum kjarnasamruna til að vinna raforku og fengið meiri orku út en sett var inn í ferlið.
Tvö hundruð leysigeislum var beint í átt að hylki á stærð við piparkorn, til að fá tvö létt atóm til að renna saman en við það losnar orka úr læðingi. Þessi tilraun hefur verið framkvæmd áður - en það merkilega í þetta sinn var að orkan sem fékkst út var meiri en sú sem þurfti í geislann. Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri segir afrekið gera tilkall til Nóbelsverðlauna. Bjarni Rúnarsson ræddi við hana.
Hneykslismál skekur nú yfirstjórn sænsku lögreglunnar. Rætt er um yfirhylmingu og þöggunartilburði í tengslum við meinta áreitni, líkamsárás og umsáturseinelti eins af æðstu yfirmönnum lögreglunnar í Svíþjóð.
Kári Gylfason í Gautaborg fjallar um málið.
Umsjón:Bjarni Rúnarsson.
Tæknimaður: Mark Eldred.
Stjórn fréttaútsendingar: Valgerður Þorsteinsdóttir.
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

SpegillinnBy RÚV

  • 4.7
  • 4.7
  • 4.7
  • 4.7
  • 4.7

4.7

6 ratings


More shows like Spegillinn

View all
Vikulokin by RÚV

Vikulokin

8 Listeners

Í ljósi sögunnar by RÚV

Í ljósi sögunnar

468 Listeners

Dr. Football Podcast by Hjörvar Hafliðason

Dr. Football Podcast

149 Listeners

Steve Dagskrá by Steve Dagskrá

Steve Dagskrá

23 Listeners

Heimskviður by RÚV

Heimskviður

28 Listeners

Heimsglugginn by RÚV

Heimsglugginn

11 Listeners

70 Mínútur by Hugi Halldórsson

70 Mínútur

24 Listeners

Ein Pæling by Thorarinn Hjartarson

Ein Pæling

11 Listeners

Podcast með Sölva Tryggva by Sölvi Tryggvason

Podcast með Sölva Tryggva

70 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

30 Listeners

Chess After Dark by Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson

Chess After Dark

10 Listeners

Þetta helst by RÚV

Þetta helst

7 Listeners

Spursmál by Ritstjórn Morgunblaðsins

Spursmál

14 Listeners

Komið gott by Komið gott

Komið gott

27 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

5 Listeners