Maður á sextugsaldri sem fannst látinn í heimahúsi í Bátavogi í austurborg Reykjavíkur á laugardagskvöld fyrir einni og hálfri viku var myrtur.
Fimm flokka þyrfti til að mynda ríkisstjórn án Samfylkingarinnar miðað við niðurstöður Þjóðarpúls.
Kaupmáttur dróst saman í fyrra, en jókst ekki eins og Hagstofa hafði áður greint frá.
Búist er við að Seðlabankinn tilkynni á morgun um fimmtándu stýrivaxtahækkunina í röð.
Nýtt bóluefni gegn HPV-veirunni veitir góða vörn gegn kynfæravörtum og krabbameini. Í fyrsta sinn verða önnur kyn en stúlkur bólusett.
Þúsund manna lið frá Kenía fær það verkefni að aðstoða her og lögreglu á Haítí við að ráða niðurlögum glæpahópa sem halda þjóðinni í heljargreipum.
Verndun villts lax og eftirlit með sjókvíaeldi er greinilega ekki í lagi, segir prófessor í umhverfisrétti sem telur Ísland bregðast skyldum sínum til að verja líffræðilega fjölbreytni.
Ungliðahreyfing kínverska kommúnistaflokksins nýtir rappara - sem áður voru í ónáð - til að ná til ungs fólks. Flokkinn vantar nýtt blóð.
Umsjónarmaður Spegilsins var Ragnhildur Thorlacius. Tæknimaður var Kári Guðmundsson. Fréttaútsendingu stjórnaði Margrét Júlía Ingimarsdóttir.