Forseti ASÍ fagnar ákvörðun Seðlabankans um lækkun stýrivaxta. Íslandsbanki tilkynnti um vaxtalækkanir í dag.
Saksóknari telur að hæfileg refsing geti verið allt að 18 ára fangelsi yfir manni sem varð tveimur að bana í fyrra þegar hann kveikti í húsi á Selfossi.
Fleiri en þrjú af hverjum fjórum fyrirtækjum sem eiga að skila jafnlaunavottun í árslok eru ekki búin að fá vottun. Hægt er að beita dagsektum ef þau skila ekki.
Eftir að lög um kynrænt sjálfræði taka gildi tekur nafnabreyting hjá Þjóðskrá einungis þrjá til fimm daga. Þá getur hver sem er, óháð kyni, tekið sér hvaða nafn, sem er á skrá.
Verkfræðistofan Efla vinnur að því að kanna hvort og hvernig mögulegt er að vetnisvæða smábátaflotann á Vestfjörðun og fiskflutningabíla. Arnar Páll Hauksson talar við Hafstein Helgason.
Ef þessi mynd fær okkur ekki til að endurmeta stöðuna, ef hún hreyfir ekki við þeim sem taka ákvarðanirnar þá er samfélag okkar illa statt. Þetta segir Julia le Duc, blaðamaður á dagblaðinu La Jornada sem gefið er út í mexíkósku landamæraborginni Matamoros. Arnhildur Hálfdánardóttir segir frá.
Alþingi ætlar að fela Ríkisendurskoðun að kanna aðkomu yfirvalda að starfsemi Wow. En Alþingi hefur einnig samþykkt lög sem draga enn frekar athyglina að eftirlitsyfirvöldum - það er ný lög um sameiningu Seðlabanka og Fjármálaeftirlitsins. Sigrún Davíðsdóttir segir frá.