Það hefur gengið betur en menn gátu spáð að útskrifa COVID-19 sjúklinga, segir prófessor í líftölfræði. Miðað við nýtt spálíkan eiga fá og jafnvel engin tilfelli eftir að greinast í lok apríl og byrjun maí en veikin verður þó ekki alveg horfin.
Dregið verður úr takmörkunum á samkomum og skólahaldi í stórum skrefum frá fjórða maí. Heilbrigðisráðherra segir mikilvægt að stíga varlega til jarðar svo ekki komi bakslag í baráttuna gegn faraldrinum.
Formaður KSÍ vonast til að Íslandsmótið í knattspyrnu hefjist um miðjan júní. Hins vegar er óvíst hvort stærstu barnamót sumarsins geta farið fram vegna fjöldatakmarkana.
COVID-19 farsóttin hefur dregið yfir eitt þúsund til dauða í Svíþjóð. Hópur vísindamanna gagnrýnir stjórnvöld fyrir að hafa ekki gert nóg til að draga úr útbreiðslu kórónuveirunnar.
Viðbrögð hagsmunaaðila við tilkynningu stjórnvalda um fyrirhugaðar tilslakanir á samkomubanni eru misjöfn, sumir gleðjast, aðrir hafa þungar áhyggjur.
Daglegar COVID-dánartölur bresku stjórnarinnar segja ekki alla söguna því þær sýna aðeins dauðdaga á sjúkrahúsum. Af elliheimilum landsins berast nú slæmar veirufréttir.
.