Margir hafa hringt á heilsugæslustöðvar á höfuðborgarsvæðinu og hafa áhyggjur af COVID-19 eftir ferðalög til svæða þar sem hún hefur greinst. Sigríður Dóra Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga á heilsugæslustöðinni segir áhyggjurnar skiljanlegar. Enginn Íslendingur hefur greinst með veiruna. Kristín Sigurðardóttir ræddi við Sigríði Dóru.
Samtök atvinnulífsins segja boðun samúðarverkfall starfsmanna í einkareknum skólum ólöglega og skora á Eflingu að stöðva atkvæðagreiðslu sem hófst í dag. ArnarPáll Hauksson sagði frá.
Ný líknardeild á Landakoti og aukin heimahjúkrun eru meðal þess sem á að létta álagi af bráðamóttöku Landspítalans. 11 tillögur um lausnir vanda hennar voru kynntar í dag. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir að mæta eigi kostnaði með því að forgangsraða verkefnum á spítalanum. Alma Ómarsdóttir tók saman.
Von er á 65 stjórnarmálum á Alþingi í mars, stjórnarandstaðan gagnrýndi ríkistjórnina fyrir dáðleysi á þingi í dag. Þorsteinn Víglundsson (C) og Oddný Harðardóttir (S) auglýstu eftir ríkisstjórninni. Sigríður Dögg Auðunsdóttir tók saman.
-----------
Almannavarnir fylgjast grannt með útbreiðslu COVID-19. Staðan er metin daglega og líkur eru á að hún berist hingað eins og alltaf hefur verið búist við segir Rögnvaldur Ólafsson, deildarstjóri hjá þeim. Ekki sé ástæða til að breyta ráðleggingum um ferðalög; fólki er ráðið frá því að fara að nauðsynjalausu til Kína og ákveðinna héraða í Norður-Ítalíu og almennt skuli fólk forðast kossaflens og handabönd. Anna Kristín Jónsdóttir ræðir við Rögnvald.
Líkt og á Íslandi er samþjöppun eignarhalds á landi stórmál í Skotlandi. Sigrún Davíðsdóttir sagði frá.
Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Ragnar Gunnarsson. Útsendingu fréttahluta stjórnaði Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir.
Hefur sakfelling Harveys Weinsteins, kvikmyndaframleiðenda fyrir kynferðisbrot áhrif á kvikmyndaiðnaðinn í Hollywood? Ásgrímur Sverrisson, kvikmyndagerðarmaðar og ritstjóri Klapptrés er ekki viss um að hlutur kvenna verði réttur þar strax en vissulega séu teikn á lofti. Heyrist í Patriciu Arquette leikkonu sem vonar að dómurinn yfir Weinstein sýni mönnum að slíkt framferði líðist ekki lengur. Anna Kristín Jónsdótitr