Spegillinn

Viðbúnaður í heilsugæslunni vegna COVID-19, tillögur að lausnum á vand


Listen Later

Margir hafa hringt á heilsugæslustöðvar á höfuðborgarsvæðinu og hafa áhyggjur af COVID-19 eftir ferðalög til svæða þar sem hún hefur greinst. Sigríður Dóra Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga á heilsugæslustöðinni segir áhyggjurnar skiljanlegar. Enginn Íslendingur hefur greinst með veiruna. Kristín Sigurðardóttir ræddi við Sigríði Dóru.
Samtök atvinnulífsins segja boðun samúðarverkfall starfsmanna í einkareknum skólum ólöglega og skora á Eflingu að stöðva atkvæðagreiðslu sem hófst í dag. ArnarPáll Hauksson sagði frá.
Ný líknardeild á Landakoti og aukin heimahjúkrun eru meðal þess sem á að létta álagi af bráðamóttöku Landspítalans. 11 tillögur um lausnir vanda hennar voru kynntar í dag. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir að mæta eigi kostnaði með því að forgangsraða verkefnum á spítalanum. Alma Ómarsdóttir tók saman.
Von er á 65 stjórnarmálum á Alþingi í mars, stjórnarandstaðan gagnrýndi ríkistjórnina fyrir dáðleysi á þingi í dag. Þorsteinn Víglundsson (C) og Oddný Harðardóttir (S) auglýstu eftir ríkisstjórninni. Sigríður Dögg Auðunsdóttir tók saman.
-----------
Almannavarnir fylgjast grannt með útbreiðslu COVID-19. Staðan er metin daglega og líkur eru á að hún berist hingað eins og alltaf hefur verið búist við segir Rögnvaldur Ólafsson, deildarstjóri hjá þeim. Ekki sé ástæða til að breyta ráðleggingum um ferðalög; fólki er ráðið frá því að fara að nauðsynjalausu til Kína og ákveðinna héraða í Norður-Ítalíu og almennt skuli fólk forðast kossaflens og handabönd. Anna Kristín Jónsdóttir ræðir við Rögnvald.
Líkt og á Íslandi er samþjöppun eignarhalds á landi stórmál í Skotlandi. Sigrún Davíðsdóttir sagði frá.
Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Ragnar Gunnarsson. Útsendingu fréttahluta stjórnaði Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir.
Hefur sakfelling Harveys Weinsteins, kvikmyndaframleiðenda fyrir kynferðisbrot áhrif á kvikmyndaiðnaðinn í Hollywood? Ásgrímur Sverrisson, kvikmyndagerðarmaðar og ritstjóri Klapptrés er ekki viss um að hlutur kvenna verði réttur þar strax en vissulega séu teikn á lofti. Heyrist í Patriciu Arquette leikkonu sem vonar að dómurinn yfir Weinstein sýni mönnum að slíkt framferði líðist ekki lengur. Anna Kristín Jónsdótitr
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

SpegillinnBy RÚV

  • 4.7
  • 4.7
  • 4.7
  • 4.7
  • 4.7

4.7

6 ratings


More shows like Spegillinn

View all
Vikulokin by RÚV

Vikulokin

8 Listeners

Í ljósi sögunnar by RÚV

Í ljósi sögunnar

462 Listeners

Dr. Football Podcast by Hjörvar Hafliðason

Dr. Football Podcast

146 Listeners

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars by Helgi Jean Claessen

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars

89 Listeners

Heimskviður by RÚV

Heimskviður

23 Listeners

Heimsglugginn by RÚV

Heimsglugginn

8 Listeners

70 Mínútur by Hugi Halldórsson

70 Mínútur

25 Listeners

Ein Pæling by Thorarinn Hjartarson

Ein Pæling

10 Listeners

Podcast með Sölva Tryggva by Sölvi Tryggvason

Podcast með Sölva Tryggva

75 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

30 Listeners

Chess After Dark by Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson

Chess After Dark

21 Listeners

Þetta helst by RÚV

Þetta helst

3 Listeners

Spursmál by Ritstjórn Morgunblaðsins

Spursmál

10 Listeners

Komið gott by Komið gott

Komið gott

23 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

7 Listeners