Enn ein bylgja kórórónaveirufaraldursins ríður nú yfir landið svo enn þarf að grípa til hertra sóttvarnaaðgerða. Landspítalinn þarf að draga úr þjónustu og grípa til aðgerða til þess að geta sinnt bráðveikum COVID-sjúklingum og álag á starfsfólk spítalans eykst enn og fjöldi heilbrigðisstarfsfólks gefst upp og hættir. Fjárlög eru ekki enn komin fram þrátt fyrir að einungis sé rúmur mánuður þar til þau þarf að afgreiða frá Alþingi lögum samkvæmt og forstjórar ríkisstofnanna segja stöðuna valda óvissu.
Gestir þáttarins eru:
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra
Willum Þór Þórsson, þingmaður Framsóknarflokksins og starfandi forseti Alþingis
Anna Sigrún Baldursdóttir, framkvæmdastjóri skrifstofu forstjóra Landspítala
Umsjón: Sigríður Dögg Auðunsdóttir