Heimsglugginn

Viðspyrna ESB og rannsóknarnefnd í Danmörku


Listen Later

Björn Þór Sigbjörnsson og Bogi Ágústsson sátu við Heimsgluggann að venju á fimmtudagsmorgni og í þessari viku var Gísli Tryggvason lögmaður með þeim. Björn og Bogi ræddu tillögur framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins sem hefur lagt til að ESB veiti 750 milljarða evra í efnahagsaðstoð til aðildarríkja vegna kórónuveirufaraldursins. Urusula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnarinnar, kynnti að 250 milljarðar yrðu í formi lána en 500 milljarðar styrkir. Þau ríki þar sem neyðin er mest fái hæstu styrkina. Von der Leyen segir að nú sé tími fyrir Evrópu að standa saman, ríkin hafi hagnast mjög á innri markaðnum og innbyrðis viðskiptum og verði ekki gripið til ráðstafana nú geti það allt hafa verið unnið fyrir gýg.
Ráðamenn í Danmörku, Svíþjóð, Austurríki og Hollandi eru þessu andvígir. Þeir vilja ekki samþykkja stofnun sjóðs til að styrkja sum ríki og svo lendi á öllum ríkjunum að greiða jafnt til baka.
Gísli Tryggvason upplýsti hlustendur um mál Inger Støjberg, fyrrverandi ráðherra innflytjendamála, en sérstök nefnd rannsakar nú hvort hún hafi brotið lög með því að fyrirskipa aðskilnað giftra hælisleitenda þar sem annar makinn var undir átján ára aldri. Støjberg segist hafa verið að vernda ungar stúlkur gegn þvinguðu hjónabandi. Meint lögbrot er að tilskipunin hafi verið algild, þau sem gagnrýna ráðherrann segja að rannsaka hefði átt hvert mál sérstaklega.
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

HeimsglugginnBy RÚV

  • 5
  • 5
  • 5
  • 5
  • 5

5

8 ratings


More shows like Heimsglugginn

View all
Í ljósi sögunnar by RÚV

Í ljósi sögunnar

468 Listeners

Spegillinn by RÚV

Spegillinn

9 Listeners

Dr. Football Podcast by Hjörvar Hafliðason

Dr. Football Podcast

152 Listeners

Steve Dagskrá by Steve Dagskrá

Steve Dagskrá

24 Listeners

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars by Helgi Jean Claessen

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars

94 Listeners

Heimskviður by RÚV

Heimskviður

29 Listeners

Ein Pæling by Thorarinn Hjartarson

Ein Pæling

11 Listeners

Podcast með Sölva Tryggva by Sölvi Tryggvason

Podcast með Sölva Tryggva

69 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

29 Listeners

Þungavigtin by Tal

Þungavigtin

22 Listeners

Chess After Dark by Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson

Chess After Dark

9 Listeners

Þetta helst by RÚV

Þetta helst

7 Listeners

Spursmál by Ritstjórn Morgunblaðsins

Spursmál

14 Listeners

Komið gott by Komið gott

Komið gott

26 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

7 Listeners