Gestir þáttarins voru Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, Davíð Þorláksson, forstöðumaður samkeppnishæfnissviðs SA, Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins og Aldís Hafsteinsdóttir bæjarstjóri í Hveragerði og formaður Sambands íslensku sveitarfélaga. Rætt var um nýundirritaða kjarasamninga, styttingu vinnuvikunnar, viðbrögð Seðlabankans og vaxtalækkun, takmörkun verðtryggingar og tillögur starfshóps ríkisstjórnarinnar um úrræði fyrir ungt og tekjulágt fólk til að kaupa húsnæði.