Spegillinn

Vinnudeila SA og Eflingar harðnar enn og Joe Biden í Úkraínu


Listen Later

Spegillinn 20. febrúar 2023
Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon. Stjórn útsendingar fréttahluta: Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir
Guðmundur Ingi Guðbrandsson félags- og vinnumarkaðsráðherra segir ekki hafa verið rætt í ríkisstjórn að setja lög á kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra segist hafa þungar áhyggjur af stöðu mála. Deilan sé orðin ein sú harðasta í áratugi, þetta sögðu þau aðspurð á Alþingi af stjórnarandstöðunni. Höskuldur Kári Scharm tók saman.
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir að félagið ætli ekki að tæma vinnudeilusjóð sinn til að axla ábyrgð á verkbanni og sturlun SA.
Verðmunur á matvöru eykst við samanburð á kílóverði. Meðalverð á 113 vörutegundum var lægst í Bónus en hæst í Iceland. Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir sagði frá.
Landsvirkjun ætlar að greiða ríkinu tuttugu milljarða króna í arð fyrir síðasta ár, samkvæmt tillögu stjórnar. Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar segir stærsta áhrifaþátt bættrar afkomu fyrirtækisins vera endurnýjaða samninga við stórnotendur. Elsa María Guðlaugs Drífudóttir talaði við hann.
Jón Björn Hákonarson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar, hefur sagt starfi sínu lausu og óskað eftir leyfi frá störfum bæjarfulltrúa út þetta ár
Hjördís Helga Seljan Þóroddsdóttir, formaður bæjarstjórnar í Fjarðabyggð, segir að ákvörðun Jóns Björns hafi komið á óvart.
-------------------
Deila Eflingar og Samtaka atvinnulífsins er líklega harðasta kjaradeilan sem sést hefur á þessari öld segir Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, vinnumarkaðsfræðingur. Hann rekur ekki minni til þess að verkbann hafi áður beinst að jafn fjölmennum hópi og nú er undir. Ljóst sé að vinnulöggjöfin nái ekki tilgangi sínum að stilla til friðar.
Stutt heimsókn Joes Bidens Bandaríkjaforseta til Úkraínu í dag kom flatt upp á flesta. Heimsóknin er sögð þrungin merkingu þegar nærri ár er liðið frá innrás Rússa í Úkraínu og stórsókn þeirra vofir yfir. Ásgeir Tómasson tók saman. Brot úr ávörpum Joes Bidens og Volodymyrs Zelenskys forseta Úkraínu.
Norðmenn eru æfir yfir í því að frægt málverk af Leifi Eíríkssyni var tekið niður og sett niður í kjallara í Ríkislistaafninu í Ósló. Gísli Kristjánsson sagði frá.
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

SpegillinnBy RÚV

  • 4.7
  • 4.7
  • 4.7
  • 4.7
  • 4.7

4.7

6 ratings


More shows like Spegillinn

View all
Vikulokin by RÚV

Vikulokin

8 Listeners

Í ljósi sögunnar by RÚV

Í ljósi sögunnar

470 Listeners

Dr. Football Podcast by Hjörvar Hafliðason

Dr. Football Podcast

149 Listeners

Steve Dagskrá by Steve Dagskrá

Steve Dagskrá

23 Listeners

Heimskviður by RÚV

Heimskviður

24 Listeners

Heimsglugginn by RÚV

Heimsglugginn

12 Listeners

70 Mínútur by Hugi Halldórsson

70 Mínútur

24 Listeners

Ein Pæling by Thorarinn Hjartarson

Ein Pæling

13 Listeners

Podcast með Sölva Tryggva by Sölvi Tryggvason

Podcast með Sölva Tryggva

70 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

30 Listeners

Chess After Dark by Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson

Chess After Dark

10 Listeners

Þetta helst by RÚV

Þetta helst

7 Listeners

Spursmál by Ritstjórn Morgunblaðsins

Spursmál

13 Listeners

Komið gott by Komið gott

Komið gott

27 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

5 Listeners