Spegillinn 9. mars
Umsjónarmaður: Bergljót Baldursdóttir
Unnið er að smitrakningu vegna smita sem komið hafa upp á síðustu dögum. Gengið er út frá því að þeir sem smituðust séu með breska afbrigði kórónuveirunnar. Rætt við Þórólf Guðnason, sóttvarnalækni.
Aðeins liggja fyrir loforð um afhendingu á rúmlega 40 þúsund skömmtum af bóluefni í næsta mánuði. Stjórnvöld telja víst að framboð á bóluefni eigi eftir aukast á öðrum ársfjórðungi. Arnar Páll Hauksson, ræðir við Ástu Valdimarsdóttur, ráðuneytisstjóra í heilbrigðisráðuneytinu
Gos gæti hafist á Reykjanesskaga með skömmum fyrirvara, að mati jarðeðlisfræðings. Hann segir að kvikugangurinn sem myndast hefur milli Fagradalsfjalls og Keilis gæti lengst enn frekar. Anna Lilja Þórisdóttir ræðir við Freystein Sigmundsson, jarðeðlisfræðing
Viðtal Opruh Winfrey við hertogann og hertogaynjuna af Sussex, Harrí og Meghan Markle setur bresku konungsfjölskylduna í verulegan bobba. Beðið er eftir viðbrögðum hennar við viðtalinu. Sigrún Davíðsdóttir segir frá.
Bergljót Baldursdóttir ræðir við Alexander Elliott, dagskrárgerðarmanns og verkefnisstjóra RÚV English sem er frá Poole nálægt Bournemouth í suðvestur Englandi um stöðu bresku konungsfjölskyldunnar.
Þörf er fyrir nýtt prófakerfi til að geta staðist kröfur og væntingar, segir forstjóri Menntamálastofnunar eftir að rafrænt kerfi fyrir samræmd próf bilaði í annað skiptið á fimm árum. Rætt við Arnór Guðmundsson, forstjóra Menntamálstofnunar og Lilji Alfreðsdóttur, mennta og menningamálaráðherra
Tollverðir á Keflavíkurflugvelli óttast að kjör þeirra versni ef verður af styttingu vinnuvikunnar. Formaður BSRB segir að samtök launafólks muni fylgja markmiðum um styttingu vinnuviku vaktavinnufólks fast eftir. Rætt við Sonju Ýr Þorbergsdóttur, formann BSRB