Spegillinn

Vopnuð lögregla, vopnaleit í flugi, verkföll og leðurblaka í Kópavogi


Listen Later

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra vonast eftir skýrri og afgerandi niðurstöðu fundar Evrópuráðsins - sem hefst í Reykjavík á morgun. Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir ræddi við Katrínu. Langflestir leiðtogar aðildarríkjanna mæta. Vopnaðir lögreglumenn í tugatali eru í Hörpu. Búið er að girða af svæði við Hörpu og þangað kemst enginn inn nema eiga erindi. Nær allir lögreglumenn landsins eru að störfum á fundinum og liðsauki hefur borist erlendis frá. Bretar sinna loftrýmisgæslu í dag og næstu daga vegna fundarins.
Það verður leitað að vopnum á farþegum í innanlandsflugi í fyrsta sinni næstu daga. Sigrún Björk Jakobsdóttir, framkvæmdastjóri innanlandsflugs hjá Isavia, segir þetta vera í fyrsta sinn sem öryggisleit er í innanlandsflugi hér á landi. Ólöf Rún Erlendsdóttir ræddi við Sigrúnu.
Fjórir leikskólar í Mosfellsbæ og Garðabæ voru lokaðir í dag í fyrstu verkfallsaðgerðum BSRB í kjaradeilu við Samband íslenskra sveitarfélaga. Á morgun verður kosið um allsherjarverkfall félagsmanna BSRB í Kópavogi. Elsa María Guðlaugs Drífudóttir talaði við Sonju Ýr Þorbergsdóttur og Ellen Svövu Rúnarsdóttur.
Lifandi en slöpp leðurblaka fannst í Kópavogi í síðustu viku. Þeim fjölgar, óvæntum heimsóknum leðurblaka til landsins, að sögn Vilhjálms Svanssonar, dýralæknis og veirufræðings að Keldum. Gunnhildur Kjerúlf Birgisdóttir tók saman.
Allt er á suðupuntki á Sauðárkróki. Tindastóll getur orðið Íslandsmeistari karla í körfubolta í fyrsta sinn í kvöld, ef þeir leggja Reykjavíkurliðið Val. Sumir atvinnurekendur í bænum lokuðu snemma til að fólk kæmist fyrr á völlinn. Rætt var við Gunnar Birgisson íþróttafréttamann.
Ýmiskonar fundahöld eru til hliðar við leiðtogafundinn á morgun. Einn þeirra var í Veröld í dag - Lýðræði fyrir framtíðna var yfirskrift hans. Einn margra framsögumanna var Tiny Kox forseti Evópuráðsþingsins, sem brýndi fyrir ungu fólki að taka þátt í að viðhalda lýðræði. Annar framsögumaður var Jón Ólafsson prófessor. Ragnhildur Thorlacius ræddi við Jón.
Hitinn og sólin á Spáni geta haft skuggahliðar með vatnsþurrð, uppskerubresti og ýmsum erfiðleikum öðrum. Sumir Spánverjar láta reiði sína og angist vegna erfiðleikanna bitna á veðurfræðingum. Þeir eru kallaðir morðingjar, glæpamenn og þeim er hótað með ýmsu móti á samfélagsmiðlum, í símtölum og með tölvupóstsendingum. Í pistlinum koma fyrir Samuel Reyes, forstjóri Veitustofnunarinnar í Katalóníu og Luz Cepeda veðurfréttakona. Ásgeir Tómasson sagði frá.
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

SpegillinnBy RÚV

  • 4.7
  • 4.7
  • 4.7
  • 4.7
  • 4.7

4.7

6 ratings


More shows like Spegillinn

View all
Vikulokin by RÚV

Vikulokin

8 Listeners

Í ljósi sögunnar by RÚV

Í ljósi sögunnar

471 Listeners

Dr. Football Podcast by Hjörvar Hafliðason

Dr. Football Podcast

149 Listeners

Steve Dagskrá by Steve Dagskrá

Steve Dagskrá

24 Listeners

Heimskviður by RÚV

Heimskviður

28 Listeners

Heimsglugginn by RÚV

Heimsglugginn

11 Listeners

70 Mínútur by Hugi Halldórsson

70 Mínútur

24 Listeners

Ein Pæling by Thorarinn Hjartarson

Ein Pæling

11 Listeners

Podcast með Sölva Tryggva by Sölvi Tryggvason

Podcast með Sölva Tryggva

70 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

30 Listeners

Chess After Dark by Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson

Chess After Dark

9 Listeners

Þetta helst by RÚV

Þetta helst

7 Listeners

Spursmál by Ritstjórn Morgunblaðsins

Spursmál

15 Listeners

Komið gott by Komið gott

Komið gott

26 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

7 Listeners