Gestir þáttarins eru Willum Þór Þórsson, þingmaður Framsóknarflokksins, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður og formaður Viðreisnar, og Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar. Rætt var um ný sóttvarnarlög um hertar aðgerðir á landamærum, bólusetningaráætlun sem miðar við afléttingu takmarkana í júlí, viðtal við seðlabankastjóra sem segir íslensku samfélagi stjórnað af hagsmunahópum og vill að löggjafinn verndi starfsmenn eftirlitsstofnana gegn persónulegum ofsóknum, erfiða stöðu hjúkrunarheimila og áform um Ofurdeildina sem voru kæfð í byrjun.
Umsjón: Bergsteinn Sigurðsson
Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon