Það hefur líklega ekki farið fram hjá nokkrum einsta manni að heimsmeistaramótið í knattspyrnu hefst á morgun. Þátturinn í dag verður helgaður Katar og mótinu sem þau halda. Jón Björgvinsson fer með okkur til Katar, þessarar 300 þúsund manna þjóðar í harðbýlu en vellauðugu landi. Þá segir Arnar Björnsson okkur frá upplifun sinni af Katar og hvaða veruleika leikmennirnir standa frammi fyrir, að taka þátt í móti sem skuggi mannréttindabrota hvílir yfir.
Umsjónarmenn þáttarins eru Birta Björnsdóttir, Bjarni Pétur Jónsson og Sunna Valgerðardóttir.